Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifugla, en tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði allra alifugla með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði.

Ný reglugerð byggir á samstarfi vinnuhóps þar sem sæti áttu fulltrúar alifuglabænda, Dýraverndarsambands Íslands og Matvælastofnunar.

Með nýrri reglugerð eru meðal annars gerðar eftirfarandi kröfur:

  • Hámarksþéttleiki fugla á aðgengilegu gólfsvæði í eldishúsum skal ekki fara yfir 39 kg/m². Heimild MAST til undanþágu er felld brott.
  • Óheimilt er að snúa alifugla úr hálslið án undangenginni deyfingar, sem felst í að rota fuglinn með höggi og svipta hann þannig meðvitund.
  • Óheimilt er að bera sláturkjúklinga og aðra fugla í sambærilegri þyngd af tegundinni Gallus gallus á öðrum fæti.
  • Umráðamanni alifugla ber að tilkynna Matvælastofnun um fyrirhugaða starfsemi eigi síðar en 30 dögum áður en starfsemi hefst, í stað þriggja mánaða, eins og samkvæmt eldri reglugerð. Breytingin er í samræmi við reglugerðir um velferð annarra dýrategunda.
  • Umráðamanni alifugla sem nota á við gerð auglýsinga, kvikmynda, leiksýninga eða við aðrar aðstæður og/eða í umhverfi sem alifuglum er ekki eðlilegt, ber að tilkynna Matvælastofnun um fyrirhugaða notkun eigi síðar en 10 dögum áður en áætluð notkun fer fram. Breytingin er í samræmi við reglugerðir um velferð annarra dýrategunda.
  • Umráðamaður eða eigandi fugla skal tilkynna til Matvælastofnunar um fyrirhugaða aflífun á fuglahópum sem í eru 250 alifuglar eða fleiri.

Reglugerðin var sett í Samráðsgátt stjórnvalda þann 5. nóvember síðast liðinn. Tvær umsagnir bárust. Ráðherra hefur einnig ákveðið að skipa starfshóp sem verður falið að koma með tillögur að aukinni velferð alifugla.

Skylt efni: Alifuglar reglugerð

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Al...