Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Verkefnið markar nýtt upphaf kornkynbóta.
Verkefnið markar nýtt upphaf kornkynbóta.
Mynd / ghp
Fréttir 12. febrúar 2024

Ný kornyrki þróuð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ný kornyrki sem aðlöguð eru íslenskum aðstæðum verða þróuð á næstu árum með tilstuðlan verkefnis um kynbætur á byggi, hveiti og höfrum.

Samkomulag um verkefnið var undirritað milli matvælaráðuneytis og Landbúnaðarháskóla Íslands þann 24. janúar síðastliðinn. Samkomulagið byggir á því að verkefnið verði framkvæmt á árunum 2024–2028 og tryggir fjármögnun þess á árinu 2024. Heildarfjárhæð verkefnisins á árinu 2024 eru 54 m.kr.

Helsta markmið verkefnisins er að þróa kornyrki sem eru aðlöguð íslenskum aðstæðum og að byggja upp hæfni og getu í plöntukynbótum og plöntuerfðafræði á Íslandi.

Kornkynbæturnar munu fara fram í samvinnu við sænska fyrirtækið Lantmännen, sem hefur nú þegar lagt til vinnu við byggkynbætur sem heldur nú áfram. Einnig mun hefjast í fyrsta sinn kynbætur á vetrarhveiti og höfrum. Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu segir að verkefni þetta marki nýtt upphaf kornkynbóta á Íslandi. Gert er ráð fyrir að framlengja samkomulagið árlega til eins árs í senn fram til ársloka 2028. Niðurstöður tilrauna verða gefnar út fyrir bændur, ráðgjafa og sáðvöruinnflytjendur.

Skylt efni: kornrækt | kornkynbætur

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi