Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verkefnið markar nýtt upphaf kornkynbóta.
Verkefnið markar nýtt upphaf kornkynbóta.
Mynd / ghp
Fréttir 12. febrúar 2024

Ný kornyrki þróuð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ný kornyrki sem aðlöguð eru íslenskum aðstæðum verða þróuð á næstu árum með tilstuðlan verkefnis um kynbætur á byggi, hveiti og höfrum.

Samkomulag um verkefnið var undirritað milli matvælaráðuneytis og Landbúnaðarháskóla Íslands þann 24. janúar síðastliðinn. Samkomulagið byggir á því að verkefnið verði framkvæmt á árunum 2024–2028 og tryggir fjármögnun þess á árinu 2024. Heildarfjárhæð verkefnisins á árinu 2024 eru 54 m.kr.

Helsta markmið verkefnisins er að þróa kornyrki sem eru aðlöguð íslenskum aðstæðum og að byggja upp hæfni og getu í plöntukynbótum og plöntuerfðafræði á Íslandi.

Kornkynbæturnar munu fara fram í samvinnu við sænska fyrirtækið Lantmännen, sem hefur nú þegar lagt til vinnu við byggkynbætur sem heldur nú áfram. Einnig mun hefjast í fyrsta sinn kynbætur á vetrarhveiti og höfrum. Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu segir að verkefni þetta marki nýtt upphaf kornkynbóta á Íslandi. Gert er ráð fyrir að framlengja samkomulagið árlega til eins árs í senn fram til ársloka 2028. Niðurstöður tilrauna verða gefnar út fyrir bændur, ráðgjafa og sáðvöruinnflytjendur.

Skylt efni: kornrækt | kornkynbætur

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...