Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Verkefnið markar nýtt upphaf kornkynbóta.
Verkefnið markar nýtt upphaf kornkynbóta.
Mynd / ghp
Fréttir 12. febrúar 2024

Ný kornyrki þróuð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ný kornyrki sem aðlöguð eru íslenskum aðstæðum verða þróuð á næstu árum með tilstuðlan verkefnis um kynbætur á byggi, hveiti og höfrum.

Samkomulag um verkefnið var undirritað milli matvælaráðuneytis og Landbúnaðarháskóla Íslands þann 24. janúar síðastliðinn. Samkomulagið byggir á því að verkefnið verði framkvæmt á árunum 2024–2028 og tryggir fjármögnun þess á árinu 2024. Heildarfjárhæð verkefnisins á árinu 2024 eru 54 m.kr.

Helsta markmið verkefnisins er að þróa kornyrki sem eru aðlöguð íslenskum aðstæðum og að byggja upp hæfni og getu í plöntukynbótum og plöntuerfðafræði á Íslandi.

Kornkynbæturnar munu fara fram í samvinnu við sænska fyrirtækið Lantmännen, sem hefur nú þegar lagt til vinnu við byggkynbætur sem heldur nú áfram. Einnig mun hefjast í fyrsta sinn kynbætur á vetrarhveiti og höfrum. Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu segir að verkefni þetta marki nýtt upphaf kornkynbóta á Íslandi. Gert er ráð fyrir að framlengja samkomulagið árlega til eins árs í senn fram til ársloka 2028. Niðurstöður tilrauna verða gefnar út fyrir bændur, ráðgjafa og sáðvöruinnflytjendur.

Skylt efni: kornrækt | kornkynbætur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...