Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Forsíða bókar Snorra um nautgriparækt.
Forsíða bókar Snorra um nautgriparækt.
Fréttir 26. apríl 2021

Ný bók um nautgriparækt væntanleg

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Árið 1984 kom síðast út kennslu­bók í nautgriparækt hér á landi í útgáfu Bændaskólans á Hvanneyri og frá þeim tíma hefur auðvitað ótal margt breyst í nautgriparækt hér á landi. Þó hefur ekki komið út nýtt kennsluefni með beinum hætti innan greinarinnar allan þennan tíma fyrr en nú. Snorri Sigurðsson er ritstjóri bókarinnar og í samtali við Bændablaðið sagði hann að aðdragandinn hafi verið frekar stuttur að gerð þessarar bókar.

„Þetta kom nú eiginlega til vegna inniverunnar í sóttkví í Kína þegar ég var eitthvað órólegur einn daginn og fór að leita að efni sem ég skrifaði fyrir kennslubók í nautgriparækt sem átti að koma út fyrir nærri tveimur áratugum en sú bók varð aldrei að veruleika. Mér datt þá einfaldlega í hug að keyra þetta verk í gang og fékk til liðs við mig fjölda vina og kunningja, sem einnig eru með staðgóða þekkingu á búgreininni, og saman fórum við í þetta verðuga verkefni. Þessi bók er því byggð á einstaklingsframtaki og það sem meira er að allir höfundar efnis lögðu til sína vinnu ókeypis, svo bókin gæti orðið að veruleika. Ég sótti svo um styrk hjá Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar til uppsetningar, yfirlesturs og prentunar á kennslueintökum sem veitti hann.“

Að sögn Snorra inniheldur bókin 20 kafla um sértæk svið búgreinarinnar og spannar bókin allt fagsvið nautgriparæktarinnar, enda er bókin um 300 blaðsíður. En er þörf á bók í dag þegar allt efni er meira eða minna rafrænt? „Það er auðvitað þannig í dag að flest allt má lesa núorðið á netinu, sem er auðvitað frábært og þannig efni er vonandi uppfært og nýtist á hverjum tíma. Við búum þó við það á Íslandi að fámennið gerir það að verkum að mikið af þessu faglega efni er ekki skrifað á íslensku þó víða megi finna slíkt líkt og á heimasíðum fagstofnana, í Bændablaðinu ykkar eða rafrænum tímaritum. Það vantaði þó í flóruna heildstæða samantekt um búgreinina, líkt og hefur þegar komið út í bæði sauðfjár- og hrossarækt og þessi bók fyllir í það skarð,“ sagði Snorri.

Bæði í prentuðu formi og stafrænni útgáfu á vefnum

Bókin verður eins og áður segir rafræn og hægt að hlaða henni niður af veraldarvefnum en einnig prentuð og þar sem allir höfundar efnis gefa vinnuna við skrifin verður bókin seld á prentkostnaðarverði og án álagningar. Snorri segir að bókin verði að sjálfsögðu prentuð á Íslandi.

Kemur út áður en kýrnar fara á beit

– En hvenær kemur bókin svo út?
„Við sem höfum verið að vinna við nautgriparækt í langan tíma hlökkum alltaf til vorsins og sérstaklega þegar kúnum er sleppt út og ég hef því miðað við að bókin komi út áður en kýrnar fara á beit! Reyndar liggur verðið á henni ekki endanlega fyrir þar sem hugmyndin er nú ekki að prenta mörg eintök og því verður bókin bara seld í forsölu.“

Þegar liggur fyrir hve margir vilja eignast eintak mun verðið liggja fyrir en að sögn Snorra verður kostnaðurinn að hámarki 6.000 kr. með virðisaukaskatti og líklega lægri. Þeir sem hafa áhuga á að eignast prentað eintak skal bent á að eins og áður segir þá verður bókin eingöngu seld í forsölu fram til 15. maí og má panta eintak með því að senda tölvupóst á: snorri.sigurdsson@outlook.com.

Snorri Sigurðsson.

Skylt efni: nautgriparækt

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...