Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetrum frá miðbænum. Mælingar sýndu rennsli upp á 35 lítra á sekúndu og hitastig vatnsins um 56 °C, sem telst afar vænlegt með tilliti til húshitunar með varmadælum.

Samkvæmt útreikningum dugar þessi uppspretta með notkun varmadæla til að kynda öll hús á Ísafirði. „Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur hér og mun klárlega auka lífsgæði íbúa. Nú þegar er hafin vinna við breytingu á aðalskipulagi á svæðinu en í skipulagsvinnunni er unnið að því að skilgreina virkjunarsvæði í Tungudal og gera ráð fyrir nauðsynlegum mannvirkjum, svo sem varmadælustöðvum og lagnaleiðum frá svæðinu. Núverandi kyndistöðvar í bænum verða áfram nýttar, sem hluti af dreifikerfinu,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Lögn lögð í miðbæinn

Það er Orkubú Vestfjarða sem undirbýr nú framkvæmdir og stefnir að því að byggð í nærumhverfi borholunnar í Holtahverfi og Tunguhverfi í Skutulsfirði verði tengd við nýju hitaveituna í fyrsta áfanga. Í kjölfarið verður lögð lögn úr Seljandi í miðbæinn, sem krefst u.þ.b. þriggja kílómetra lagnar.

„Með þessu má draga stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis og notkun á raforku til húshitunar. Helstu kostir við þessar framkvæmdir eru að nýttar verða auðlindir úr jörðu með hagkvæmum hætti, jafnframt eru helstu innviðir til staðar s.s. dreifikerfi. Þannig að ekki kemur til rasks í íbúðagötum og eða tengigötum. Þó þarf að leggja stofnlögn frá borholu að kyndistöð inn á Skeiði, eins og við köllum það, og inn á Ísafjörð,“ bætir Sigríður Júlía við.

Skylt efni: Ísafjörður

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...