Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetrum frá miðbænum. Mælingar sýndu rennsli upp á 35 lítra á sekúndu og hitastig vatnsins um 56 °C, sem telst afar vænlegt með tilliti til húshitunar með varmadælum.

Samkvæmt útreikningum dugar þessi uppspretta með notkun varmadæla til að kynda öll hús á Ísafirði. „Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur hér og mun klárlega auka lífsgæði íbúa. Nú þegar er hafin vinna við breytingu á aðalskipulagi á svæðinu en í skipulagsvinnunni er unnið að því að skilgreina virkjunarsvæði í Tungudal og gera ráð fyrir nauðsynlegum mannvirkjum, svo sem varmadælustöðvum og lagnaleiðum frá svæðinu. Núverandi kyndistöðvar í bænum verða áfram nýttar, sem hluti af dreifikerfinu,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Lögn lögð í miðbæinn

Það er Orkubú Vestfjarða sem undirbýr nú framkvæmdir og stefnir að því að byggð í nærumhverfi borholunnar í Holtahverfi og Tunguhverfi í Skutulsfirði verði tengd við nýju hitaveituna í fyrsta áfanga. Í kjölfarið verður lögð lögn úr Seljandi í miðbæinn, sem krefst u.þ.b. þriggja kílómetra lagnar.

„Með þessu má draga stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis og notkun á raforku til húshitunar. Helstu kostir við þessar framkvæmdir eru að nýttar verða auðlindir úr jörðu með hagkvæmum hætti, jafnframt eru helstu innviðir til staðar s.s. dreifikerfi. Þannig að ekki kemur til rasks í íbúðagötum og eða tengigötum. Þó þarf að leggja stofnlögn frá borholu að kyndistöð inn á Skeiði, eins og við köllum það, og inn á Ísafjörð,“ bætir Sigríður Júlía við.

Skylt efni: Ísafjörður

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...