Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetrum frá miðbænum. Mælingar sýndu rennsli upp á 35 lítra á sekúndu og hitastig vatnsins um 56 °C, sem telst afar vænlegt með tilliti til húshitunar með varmadælum.





