Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ísfirðingar vilja ekki fleiri skemmtiferðaskip
Mynd / Hw Scott
Í deiglunni 13. desember 2023

Ísfirðingar vilja ekki fleiri skemmtiferðaskip

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar um þolmörk og viðhorf íbúa Ísafjarðar gagnvart komu skemmtiferðaskipa er mælt með að sett verði takmörk um leyfðan hámarksfjölda farþega eða afmörkuð viðmið um komur þeirra í bæjarfélagið.

Þolmörkum Ísfirðinga er náð um fjölda skemmtiferðaskipa og íbúar eru á móti frekari aukningu.

Ferðamannafjöldi á Ísafirði hefur aukist verulega með aukningu komu skemmtiferðaskipa þar yfir sumarmánuðina. Elizabeth Riendeau, nemi í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða, lauk nýverið við rannsókn á viðhorfum íbúa Ísafjarðar gagnvart þessari miklu fjölgun.

Mælir með fjöldatakmörkun

Í ritgerðinni kemur fram að skemmtiferðaskip hafi vanið komur sínar til Ísafjarðar frá árinu 1996 en ferðamannafjöldinn hafi haldist í um 3.000 árlegum farþegum framan af. Árið 2004 hafi farþegafjöldi tekið að aukast og hefur vaxið verulega á síðastliðnum áratug en búist er við að um 230.000 farþegar skemmtiferðaskipa hafi heimsótt Ísafjörð árið 2023. Elizabeth talar um að ferðaþjónusta með skemmtiferðaskipum hafi á sig orð um ósjálfbærni, bæði vegna neikvæðra umhverfisáhrifa skipanna sjálfra en einnig vegna þess efnahagslega misbrests sem slíkt form ferðalaga getur haft á þá áfangastaði sem heimsóttir eru.

Þannig benda niðurstöður megindlegrar rannsóknar hennar til þess að þolmörkum íbúa Ísafjarðar sé náð varðandi fjölda skemmtiferðaskipa sem koma þar og að íbúar séu á móti frekari aukningu. Stuðningur við óbreytt ástand var skiptur en þó reyndust margir íbúar umburðarlyndir gagnvart núverandi fjölda ferðamanna.

Margvíslegir hagmunir séu fólgnir í að tryggja að vöxtur ferðaþjónustu staðarins sé í sem bestri sátt við íbúa á Vestfjörðum og þróist í samræmi við væntingar þeirra því atvinnugreinin og vægi hennar fer hlutfallslega vaxandi í landshlutanum. Mælir höfundur með að sett verði takmörk um leyfðan hámarksfjölda farþega eða afmörkuð viðmið um komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar.

Byggðastofnun segir frá þessum niðurstöðum rannsóknarinnar en Byggðarannsóknasjóður veitti Elizabeth styrk fyrir henni í lok árs 2022.

Vinna að stefnu Ísafjarðarbæjar um móttöku skemmtiferðaskipa

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fyrirhugað sé að móta stefnu um komu skemmtiferðaskipa þar sem tekið verði á ýmsum þáttum, þar með talið fjölda skipa og farþega í tengslum við þolmörk samfélagsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundi hafnarstjórnar bæjarins í september segir að sveitarfélaginu og starfsfólki hafi borist nokkrar athugasemdir frá íbúum í sumar vegna komu skemmtiferðaskipa til bæjarins.

„Meðal annars hefur verið kvartað undan skipsflautum, sem oft eru þeyttar í kveðjuskyni þegar skip yfirgefa Ísafjarðarhöfn. Er þetta talið óþarfa áreiti og eingöngu ætti að nota skipsflautur þegar nauðsyn krefur.

Einnig hefur verið kvartað undan því að gestir geri þarfir sínar utandyra, en þessar kvartanir bárust áður en salernisgámur var fenginn á Landsbankaplanið. Þá hafa verið gerðar athugasemdir við mengun frá skipum þegar þau eru í höfn/á akkeri. Mengunarmælar eru staðsettir á tveimur stöðum í Skutulsfirði, í miðbænum og í Holtahverfi.

Svæði meðfram smábátahöfn, frá gatnamótum við Mjósund að Mávagarði, sem sérmerkt var fyrir gangandi, var ítrekað notað sem bílastæði, sömu bílar stóðu þar jafnvel dögum saman,“ segir í minnisblaði frá Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...