Kostur skemmtiferðaskipa
Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar verði ríflega 300 þúsund. Eitthvað er selt af íslenskum eggjum, fiski og mjólk til þessara skipa en lítið af grænmeti og kjöti. Hér er um stóran og mögulega vannýttan markað að ræða fyrir íslenskar landbúnaðarvörur og sjófang.