Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslenskri matvöru. Stóru skipin taka á móti matargámum sem koma erlendis frá og eru geymdir á frísvæði þar til þeir eru teknir um borð.

Skipin skipta árlega hundruðum og áætlað er að farþegar og áhafnir þeirra telji yfir þjú hundruð þúsund manns.

Viðmælendur Bændablaðsins eru sammála um að markaðurinn fyrir íslensk matvæli hjá skipunum sé stór og áhugaverður en að markaðsstarf honum tengdum hafi skilað takmörkuðum árangri.

Þeir sem selja skipunum kost segjast ekki vera í föstum viðskiptum og sölur tengjast því ef skortur verður á viðkomandi vörum um borð.

Þeir sem til þekkja telja að leiðangursskipin, sem eru minni, séu vænlegri markaður þar sem þau leggi meiri áherslu á upplifun tengda menningu landanna sem þau heimsækja og þar á meðal matarmenningu.

Markaðurinn fyrir kost skipanna er árstíðabundinn og ólíklegt er að íslensk framleiðsla eins og hún er í dag geti sinnt honum nema að takmörkuðu leyti.

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins á bls. 30 og 31.

Skylt efni: skemmtiferðaskip

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...