Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Fréttir 25. maí 2016

N4 hlaut hvatningarverðlaun bænda í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE) veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og/eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Á aðalfundi félagsins fyrir skömmu voru þessi verðlaun veitt sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.
 
„Landbúnaður er samofinn landsbyggðinni, þeirri þróun sem þar verður ásamt því hvernig til tekst í framþróun og menningu þess lífs sem er. Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvað hefur verið gert til að byggðinni sé gert hátt undir höfði þannig að tekið sé eftir. Sem síðan leiðir til þess að samkennd styrkist um mikilvægi hinnar dreifðu búsetu,“ segir í greinargerð búnaðarsambandsins. 
 
Dregin upp jákvæð mynd af lífinu
 
„Að dregin sé upp jákvæð mynd af lífinu, að fólk trúi að þar sé gott að lifa. Sjónvarpsstöðin N4 er í dag mikilvægasti ljósvakamiðill landsbyggðarinnar, sem segir frá fólki í öllum landsfjórðungum og hvað það er að gera. 
 
Landbúnaður hefur oft notið góðs af umfjöllun stöðvarinnar þegar farið er í heimsókn í sveitina, eða jafnvel þegar yfirskriftin er óvissuferð, og einnig með umfjöllun um það hráefni sem framleitt er þar, sem er okkur ákaflega mikilvægt,“ segir enn fremur í  greinargerðinni. 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...