Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fýll á hreiðri í Kerlingardal. Mýrdælingar og Skaftfellingar hafa stundað sjálfbærar veiðar á fýl lengur en elstu menn muna. Frægar eru fýlaveislur þeirra og snar þáttur í ríkri menningarhefð á svæðinu. Þessari menningararfleifð  verður stefnt í voða ef bann umhverfisráðherra við fýlaveiðum verður að veruleika. Innfellda myndin er af kræsingum í fýlaveislu.
Fýll á hreiðri í Kerlingardal. Mýrdælingar og Skaftfellingar hafa stundað sjálfbærar veiðar á fýl lengur en elstu menn muna. Frægar eru fýlaveislur þeirra og snar þáttur í ríkri menningarhefð á svæðinu. Þessari menningararfleifð verður stefnt í voða ef bann umhverfisráðherra við fýlaveiðum verður að veruleika. Innfellda myndin er af kræsingum í fýlaveislu.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. mars 2021

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, er mjög ósáttur við frumvarp umhverfisráðherra þar sem kveðið er m.a. á um að fýlaveiðar verði bannaðar. Hann hefur enga trú á því að frumvarpið verði samþykkt.

„Jú, það er rétt, við erum ósátt hér í Mýrdalnum, að sjálfbærar veiðar á fýl séu teknar fyrir með þessu móti í frumvarpinu og bannaðar. Löng hefð er fyrir veiðunum og ég botna í sjálfu sér ekki í því hvers vegna þetta er lagt til.

Aðferðin sem notuð er til að veiða fýl er síst verri en nokkur önnur veiðiaðferð. Fuglinn líður ekki meiri kvalir heldur en t.d. sá sem er skotinn og hrapar nokkra tugi metra til jarðar,“ segir Einar Freyr.

„Ég hef enga trú á því að þetta frumvarp fari óbreytt í gegn og á von á því að fá boð á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að leiðrétta þann misskilning sem virðist uppi um þessar veiðar. Þær eru sjálfbærar og á engan hátt verri en önnur veiði sem ekki er verið að banna með þessu frumvarpi.“

Einar Freyr Elínarson oddviti, sem segir Mýrdælinga
ósátta við þær hugmyndir að banna veiðar á fýl.

Skylt efni: Mýrdalur | fýll

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...