Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fýll á hreiðri í Kerlingardal. Mýrdælingar og Skaftfellingar hafa stundað sjálfbærar veiðar á fýl lengur en elstu menn muna. Frægar eru fýlaveislur þeirra og snar þáttur í ríkri menningarhefð á svæðinu. Þessari menningararfleifð  verður stefnt í voða ef bann umhverfisráðherra við fýlaveiðum verður að veruleika. Innfellda myndin er af kræsingum í fýlaveislu.
Fýll á hreiðri í Kerlingardal. Mýrdælingar og Skaftfellingar hafa stundað sjálfbærar veiðar á fýl lengur en elstu menn muna. Frægar eru fýlaveislur þeirra og snar þáttur í ríkri menningarhefð á svæðinu. Þessari menningararfleifð verður stefnt í voða ef bann umhverfisráðherra við fýlaveiðum verður að veruleika. Innfellda myndin er af kræsingum í fýlaveislu.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. mars 2021

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, er mjög ósáttur við frumvarp umhverfisráðherra þar sem kveðið er m.a. á um að fýlaveiðar verði bannaðar. Hann hefur enga trú á því að frumvarpið verði samþykkt.

„Jú, það er rétt, við erum ósátt hér í Mýrdalnum, að sjálfbærar veiðar á fýl séu teknar fyrir með þessu móti í frumvarpinu og bannaðar. Löng hefð er fyrir veiðunum og ég botna í sjálfu sér ekki í því hvers vegna þetta er lagt til.

Aðferðin sem notuð er til að veiða fýl er síst verri en nokkur önnur veiðiaðferð. Fuglinn líður ekki meiri kvalir heldur en t.d. sá sem er skotinn og hrapar nokkra tugi metra til jarðar,“ segir Einar Freyr.

„Ég hef enga trú á því að þetta frumvarp fari óbreytt í gegn og á von á því að fá boð á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að leiðrétta þann misskilning sem virðist uppi um þessar veiðar. Þær eru sjálfbærar og á engan hátt verri en önnur veiði sem ekki er verið að banna með þessu frumvarpi.“

Einar Freyr Elínarson oddviti, sem segir Mýrdælinga
ósátta við þær hugmyndir að banna veiðar á fýl.

Skylt efni: Mýrdalur | fýll

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...