Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fýll á hreiðri í Kerlingardal. Mýrdælingar og Skaftfellingar hafa stundað sjálfbærar veiðar á fýl lengur en elstu menn muna. Frægar eru fýlaveislur þeirra og snar þáttur í ríkri menningarhefð á svæðinu. Þessari menningararfleifð  verður stefnt í voða ef bann umhverfisráðherra við fýlaveiðum verður að veruleika. Innfellda myndin er af kræsingum í fýlaveislu.
Fýll á hreiðri í Kerlingardal. Mýrdælingar og Skaftfellingar hafa stundað sjálfbærar veiðar á fýl lengur en elstu menn muna. Frægar eru fýlaveislur þeirra og snar þáttur í ríkri menningarhefð á svæðinu. Þessari menningararfleifð verður stefnt í voða ef bann umhverfisráðherra við fýlaveiðum verður að veruleika. Innfellda myndin er af kræsingum í fýlaveislu.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. mars 2021

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, er mjög ósáttur við frumvarp umhverfisráðherra þar sem kveðið er m.a. á um að fýlaveiðar verði bannaðar. Hann hefur enga trú á því að frumvarpið verði samþykkt.

„Jú, það er rétt, við erum ósátt hér í Mýrdalnum, að sjálfbærar veiðar á fýl séu teknar fyrir með þessu móti í frumvarpinu og bannaðar. Löng hefð er fyrir veiðunum og ég botna í sjálfu sér ekki í því hvers vegna þetta er lagt til.

Aðferðin sem notuð er til að veiða fýl er síst verri en nokkur önnur veiðiaðferð. Fuglinn líður ekki meiri kvalir heldur en t.d. sá sem er skotinn og hrapar nokkra tugi metra til jarðar,“ segir Einar Freyr.

„Ég hef enga trú á því að þetta frumvarp fari óbreytt í gegn og á von á því að fá boð á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að leiðrétta þann misskilning sem virðist uppi um þessar veiðar. Þær eru sjálfbærar og á engan hátt verri en önnur veiði sem ekki er verið að banna með þessu frumvarpi.“

Einar Freyr Elínarson oddviti, sem segir Mýrdælinga
ósátta við þær hugmyndir að banna veiðar á fýl.

Skylt efni: Mýrdalur | fýll

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...