Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Músin sem fannst í salatinu var um fjórir sentímetrar að lengd og sex grömm að þyngd. / Mynd / Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Músin sem fannst í salatinu var um fjórir sentímetrar að lengd og sex grömm að þyngd. / Mynd / Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Fréttir 19. september 2017

Mús í innfluttu salati á veitingahúsi í Reykjavík

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dauð mús fannst í innfluttu salati sem keypt var á veitingahúsinu Fresco við Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík. Grunur er um að músin hafi verið í spænsku spínati sem var hluti salatsins.

Óskar Ísfeld Óskarsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sagði í samtali við Bændablaðið að hann hafi fengið staðfest að nagdýrið sem fannst í salatinu sé ungi húsamúsar, sex grömm að þyngd.

Innflutt spínat liggur undir grun
Að sögn Óskars vinnur Heilbrigðiseftirlitið eftir þeirri tilgátu að músin hafi borist í salatið með hráefni og að hráefnið sé innflutt en ekki sé búið að staðfesta það. „Um er að ræða innflutt spínat sem liggur undir grun en okkur hefur ekki tekist að staðfest neitt svipað í öðrum pokum af spínati úr sömu sendingu. Það að við sé ekki búin að finna svipaðan aðskotahlut í sömu sendingu er ekki  óvanalegt þegar um er að ræða svona tilfelli.“

Innflutningsaðilinn, Innnes ferskvörudeild, hefur innkallað allt spínat í sömu sendingu, hvort sem það hefur farið í verslanir eða til stóreldhúsa, og músin kann að hafa borist til landsins með.

Spínatið sem um ræðir er flutt inn frá Spáni í pokum og er óþvegið og ekki pakkað hér á landi.

Ýmiskonar aðskotahlutir í salati
Óskar segir að fyrir mörgum árum hafi heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík komið að öðru máli þar sem hluti af mús hafi fundist í innfluttu salati sem var endurpakkað hér á landi. „Eins og búast má við geta fundist ýmiskonar aðskotahlutir í innfluttu og innlendu salati, til dæmis steinar, sniglar eða skeljabrot og jafnvel froskar en sem betur fer er það sjaldgæft.“

Engin músagangur
Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur bendir ekkert til að um músagang sé að ræða á veitingahúsinu Fresco á Suðurlandsbraut. Verið er að kryfja músina til að reyna að komast að því hvort hún er innlend eða erlend að uppruna.

Þrátt fyrir að heimildarmenn Bændablaðsins telji líklegt að músin í salatinu hafi borist til lands með innfluttu spínati frá Spáni er haft eftir eigenda Fresco á visir.is að músin sé kominn í salatið „af völdum manna sem vilja staðnum eitthvað illt“.
 

Skylt efni: salat | mús | Fresco | innflutningur

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...