Mjög fullkomin 22 þúsund fermetra gróðrarstöð að rísa í Mosfellsdal
Hafberg Þórisson er nú að reisa nýja gróðrarstöð í Lundi í Mosfellsdal. Þar er þegar búið að reisa 7.000 fermetra stálgrindarbyggingu undir salatrækt og á næstu árum munu rísa þar við hliðina tvær slíkar byggingar til viðbótar.