Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í tómataræktun hefur framleiðslan dregist töluvert saman síðan 2016, eða úr 1.436 tonnum í 1.213 tonn.
Í tómataræktun hefur framleiðslan dregist töluvert saman síðan 2016, eða úr 1.436 tonnum í 1.213 tonn.
Mynd / HKr.
Fréttir 19. mars 2019

Metframleiðsla var á gúrkum og salati en tómataframleiðslan dregst saman

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Metframleiðsla var á gúrkum og salati á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tómataframleiðslan hefur aftur á móti verið að dragast saman síðan 2016. 
 
Á síðasta ári voru framleidd 11.667 tonn af grænmeti á Íslandi.Þar af var ríflega helmingurinn kartöflur, eða 6.020 tonn. Næstmest var framleitt af gúrkum, eða 1.927 tonn. Hefur gúrkuframleiðslan aldrei verið meiri samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir þá framleiðslu sem ná aftur til 1986. Sem dæmi um þróunina voru framleidd 460 tonn af gúrkum árið 1986, en síðan hefur verið nokkur stígandi í framleiðslunni.
 
Framleiðslan fór í fyrsta sinn yfir 700 tonn árið 1997 og yfir 800 tonn árið 1999. Hélst framleiðslan svo á því róli til 2004 þegar 900 tonna múrinn var rofinn. Strax árið eftir fór framleiðslan í 1.147 tonn, í 1.343 tonn árið 2007 og í 1.516 tonn árið 2008. Síðan fór framleiðslan yfir 1.800 tonn 2014 og hefur verið á því róli þar til í fyrra að hún fór í fyrsta sinn yfir 1.900 tonn. 
 
Samdráttur í tómataframleiðslu
 
Gúrkuframleiðslan fer fram undir glerþaki og veðráttan hefur því ekki bein áhrif á framleiðsluna þar sem beitt er raflýsingu. Sama á við um tómataræktina. Þar hefur framleiðslan hins vegar dregist töluvert saman síðan 2016, eða úr 1.436 tonnum í 1.213 tonn. Virðist þar vera að gæta áhrifa af opnun Costco og aukins grænmetisinnflutnings. 
 
Met í salatframleiðslu
 
Met var líka sett í framleiðslu á salati á síðasta ári, en þar er líka um inniræktun að ræða. Tölur Hagstofu yfir salatframleiðsluna ná aftur til 2013 þegar framleidd voru 213 tonn. Hefur sú framleiðsla stöðugt verið að aukast síðan og var komin í 403 tonn á síðasta ári sem er met. 
 
Önnur inniræktun var á svipuðu róli á milli ára og af sveppum voru framleidd 580 tonn 2018 sem er nákvæmlega sama tala og 2017. Mest var hins vegar framleitt af sveppum 2014, eða 602 tonn. 
 
Veðurfar hafði neikvæð áhrif á alla útiræktun 
 
Í útiræktun var lélegt tíðarfar greinilega að hafa áhrif og þá ekki bara í kartöfluræktinni. Sem dæmi féll gulrófuframleiðslan úr 930 tonnum árið 2017 í 540 tonn árið 2018, eða um 42%. Gulrótarframleiðslan dróst líka töluvert saman, eða úr 750 tonnum árið 2017 í 520 tonn árið 2018, sem er tæplega 31% minni framleiðsla. 
 
Svipaða sögu er að segja af annarri útiræktun. Þar var samdráttur í framleiðslu á öllum tegundum á síðasta ári. 
 
Kornbændur urðu líka fyrir skelli
 
Þótt kornframleiðsla sé venjulega ekki talin með ræktun á grænmeti voru veðurfarsáhrifin þar einnig veruleg. Þannig minnkaði kornframleiðsla íslenskra bænda úr 7.400 tonnum árið 2017 í 3.900 tonn árið 2018, eða um rúm 47%. Þar sem rigningin var ekki til vandræða, voru þurrkar stundum of miklir, eins og á Austurlandi. 
Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands