Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Monsanto fær stuðning 11 ríkja
Fréttir 24. janúar 2018

Monsanto fær stuðning 11 ríkja

Fyrirtækið Monsanto, sem framleiðir meðal annars bæði erfðabreytta sáðvöru og illgresiseyðinn Roundup, hefur nú fengið stuðning frá ellefu ríkjum Bandaríkjanna í tilraun fyrirtækisins til að stöðva Kaliforníu í því að krefjast krabbameinsviðvarana á vörum sem innihalda glýfosat.
 
Í umfjöllun vefmiðilsins Reuters um málið kemur fram að með stuðningnum fái fyrirtækið grunn fyrir lagalegri baráttu gegn kröfum Kaliforníuríkis.
 
Meðal ríkjanna sem veita stuðninginn eru Iowa, Indiana og Missouri, sem er heimaríki Monsanto. Í öllum þessum ríkjum er umfangsmikill landbúnaður stundaður og jarðrækt. Rök þeirra fyrir stuðningnum er að slíkar viðvaranir séu villandi vegna þess að engin skýr tengsl eru á milli glýfosats og krabbameinsmyndunar.
 
Söluaðilar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna myndu þurfa að merkja vörur með glýfosati í með viðvörunum ef kröfur Kaliforníu næðu fram að ganga – eða hætta sölu þeirra – enda munu slíkar vörur rata í verslanir í Kaliforníu. 
 
Þurfa að bera viðvaranir frá júlí 2018
 
Kaliforníuríki bætti glýfosati, virka innihaldsefninu í Roundup, á lista yfir krabbameinsvaldandi efni í júlí 2017 og því þurfa vörur sem innihalda efnið að bera viðvaranir frá júlí 2018. Ríkið greip til aðgerða eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin um krabbameinsrannsóknir lýsti því yfir árið 2015 að glýfosat væri „líklega krabbameinsvaldandi“.
 
Í umfjöllun Reauters kemur fram að bændur hafi í meira en 40 ár notað glýfosat til að drepa illgresi, síðast í sojabaunarækt með yrki sem Monsanto hannaði til að standast illgresiseyðinn. Roundup er einnig úðað á húsalóðir og á golfvelli.
 
Byggt á 30 ára reglu sem aldrei hefur verið hnekkt
 
Ríkin 11 styðja stefnu Monsanto og landssamtaka hveitiræktenda í Bandaríkjunum fyrir alríkisdómstólum, sem var lögð fram í nóvember til að stöðva Kaliforníuríki í því að krefjast glýfosatviðvarana.
 
Skrifstofa um heilsufarslega umhverfisáhættu í Kaliforníu hefur lýst því yfir að það standi við ákvörðunina um að setja glýfosat á lista yfir vörur sem vitað er að valdi krabbameini, samkvæmt reglu sem þekkt er sem Tillaga 65 (Proposition 65). Reglan er 30 ára gömul og hefur vefmiðillinn eftir David Roe, aðalhöfundi hennar, að fyrir hvert einasta ár hennar hafi verið reynt að drepa hana á grundvelli þess að hún sé frávik frá reglum annarra ríkja. „Það hefur alltaf mistekist,“ er haft eftir David Roe. 
 
Innflutningur á úkraínsku kjúklingakjöti
Fréttir 9. febrúar 2023

Innflutningur á úkraínsku kjúklingakjöti

Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt hingað til lands frá Úkraínu ...

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...