Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekki er vitað um tildrög ört vaxandi skógarelda í Tyrklandi.
Ekki er vitað um tildrög ört vaxandi skógarelda í Tyrklandi.
Fréttir 29. júlí 2021

Möguleg íkveikja veldur skógareldum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Skógareldar geysa nú í Suður-Tyrklandi en óvíst er um eldsupptök. Landbúnaðarráðherra Tyrklands staðfestir að eldarnir hafi  kviknað á fjórum stöðum nálægt borginni Manavgat, en taldi ótímabært að segja hvað hefði valdið íkveikjunni.

Gífurlegur vindhraði er eldhafinu í hag, en talið er að heimili 500 íbúa hafi orðið eldinum að bráð. Eins og er hafa þrír látist, en um sextíu manns verið flutt á spítala vegna reykeitrunar og minniháttar brunasára.

Samkvæmt fréttastofu Reuters þekur mikill og þykkur reykur himinn umhverfis svæðið og er greinilegur frá strandsvæðinu í kringum Antalya í 75km fjarlægð. Yfirvöld berjast við eldinn með öllum tiltækum aðferðum auk þess sem aðstoð hefur borist frá nærliggjandi héruðum.

Tyrkir hafa nýverið barist við miklar hörmungar vegna rigninga og flóða fyrr í mánuðunum en ár og lækir flæddu yfir bæina Arhavi og Murgul austur við Svartahaf.

Skylt efni: Skógareldar | Tyrkland

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...