Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekki er vitað um tildrög ört vaxandi skógarelda í Tyrklandi.
Ekki er vitað um tildrög ört vaxandi skógarelda í Tyrklandi.
Fréttir 29. júlí 2021

Möguleg íkveikja veldur skógareldum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Skógareldar geysa nú í Suður-Tyrklandi en óvíst er um eldsupptök. Landbúnaðarráðherra Tyrklands staðfestir að eldarnir hafi  kviknað á fjórum stöðum nálægt borginni Manavgat, en taldi ótímabært að segja hvað hefði valdið íkveikjunni.

Gífurlegur vindhraði er eldhafinu í hag, en talið er að heimili 500 íbúa hafi orðið eldinum að bráð. Eins og er hafa þrír látist, en um sextíu manns verið flutt á spítala vegna reykeitrunar og minniháttar brunasára.

Samkvæmt fréttastofu Reuters þekur mikill og þykkur reykur himinn umhverfis svæðið og er greinilegur frá strandsvæðinu í kringum Antalya í 75km fjarlægð. Yfirvöld berjast við eldinn með öllum tiltækum aðferðum auk þess sem aðstoð hefur borist frá nærliggjandi héruðum.

Tyrkir hafa nýverið barist við miklar hörmungar vegna rigninga og flóða fyrr í mánuðunum en ár og lækir flæddu yfir bæina Arhavi og Murgul austur við Svartahaf.

Skylt efni: Skógareldar | Tyrkland

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...