Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ekki er vitað um tildrög ört vaxandi skógarelda í Tyrklandi.
Ekki er vitað um tildrög ört vaxandi skógarelda í Tyrklandi.
Fréttir 29. júlí 2021

Möguleg íkveikja veldur skógareldum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Skógareldar geysa nú í Suður-Tyrklandi en óvíst er um eldsupptök. Landbúnaðarráðherra Tyrklands staðfestir að eldarnir hafi  kviknað á fjórum stöðum nálægt borginni Manavgat, en taldi ótímabært að segja hvað hefði valdið íkveikjunni.

Gífurlegur vindhraði er eldhafinu í hag, en talið er að heimili 500 íbúa hafi orðið eldinum að bráð. Eins og er hafa þrír látist, en um sextíu manns verið flutt á spítala vegna reykeitrunar og minniháttar brunasára.

Samkvæmt fréttastofu Reuters þekur mikill og þykkur reykur himinn umhverfis svæðið og er greinilegur frá strandsvæðinu í kringum Antalya í 75km fjarlægð. Yfirvöld berjast við eldinn með öllum tiltækum aðferðum auk þess sem aðstoð hefur borist frá nærliggjandi héruðum.

Tyrkir hafa nýverið barist við miklar hörmungar vegna rigninga og flóða fyrr í mánuðunum en ár og lækir flæddu yfir bæina Arhavi og Murgul austur við Svartahaf.

Skylt efni: Skógareldar | Tyrkland

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...