Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mjólkurkvótinn aukinn um ríflega eitt prósent á næsta ári
Mynd / smh
Fréttir 29. desember 2021

Mjólkurkvótinn aukinn um ríflega eitt prósent á næsta ári

Höfundur: smh

Heildargreiðslumark mjólkur fyrir næsta ár verður aukið um ríflega eitt prósent, samkvæmt breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt sem Svandís Svavarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur undirritað.

Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur fjallað um málið og lagði til við ráðherra að heildargreiðslumark næsta árs yrði 146,5 milljón lítrar. Á þessu ári var heildargreiðslumark 145 milljón lítrar af mjólk, sem var þriðja árið í röð þar sem það hélst óbreytt.

Forsendur nefndarinnar eru, samkvæmt tilkynningu úr ráðuneytinu, áætlun neyslu á innlendum mjólkurvörum sem gerir ráð fyrir svipaðri sölu og 2021. Hins vegar hafa stuðlar um samsetningu mjólkur tekið breytingum til hækkunar. Fitu- og próteininnihald mjólkur tekur sífellt náttúrulegum breytingum og nú hefur það þau áhrif að fleiri lítra mjólkur þarf til þess að framleiða sama magn mjólkurvara,“ segir í tilkynningunni.

Beingreiðslurnar miðast við heildargreiðslumark mjólkur

Heildargreiðslumark mjólkur er það magn mjólkur sem beingreiðslur ríkissjóðs miðast við og er ákveðið fyrir upphaf hvers verðlagsárs.

Við ákvörðun nefndarinnar skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðastöðvar á árinu og áætlun ráðherra fyrir komandi verðlagsár, að teknu tilliti til birgða. Við mat á neyslu og birgðum skal miða við gildandi stuðla um samsetningu mjólkurafurða. Þá skal ráðherra byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...