Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mjólkurkvótinn aukinn um ríflega eitt prósent á næsta ári
Mynd / smh
Fréttir 29. desember 2021

Mjólkurkvótinn aukinn um ríflega eitt prósent á næsta ári

Höfundur: smh

Heildargreiðslumark mjólkur fyrir næsta ár verður aukið um ríflega eitt prósent, samkvæmt breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt sem Svandís Svavarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur undirritað.

Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur fjallað um málið og lagði til við ráðherra að heildargreiðslumark næsta árs yrði 146,5 milljón lítrar. Á þessu ári var heildargreiðslumark 145 milljón lítrar af mjólk, sem var þriðja árið í röð þar sem það hélst óbreytt.

Forsendur nefndarinnar eru, samkvæmt tilkynningu úr ráðuneytinu, áætlun neyslu á innlendum mjólkurvörum sem gerir ráð fyrir svipaðri sölu og 2021. Hins vegar hafa stuðlar um samsetningu mjólkur tekið breytingum til hækkunar. Fitu- og próteininnihald mjólkur tekur sífellt náttúrulegum breytingum og nú hefur það þau áhrif að fleiri lítra mjólkur þarf til þess að framleiða sama magn mjólkurvara,“ segir í tilkynningunni.

Beingreiðslurnar miðast við heildargreiðslumark mjólkur

Heildargreiðslumark mjólkur er það magn mjólkur sem beingreiðslur ríkissjóðs miðast við og er ákveðið fyrir upphaf hvers verðlagsárs.

Við ákvörðun nefndarinnar skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðastöðvar á árinu og áætlun ráðherra fyrir komandi verðlagsár, að teknu tilliti til birgða. Við mat á neyslu og birgðum skal miða við gildandi stuðla um samsetningu mjólkurafurða. Þá skal ráðherra byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...