Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, Garðar Lárusson, heiðursfélagi Léttis, og Kjartan Helgason gerðu grautnum góð skil.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, Garðar Lárusson, heiðursfélagi Léttis, og Kjartan Helgason gerðu grautnum góð skil.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 18. nóvember 2019

Mjólkurgrautur og slátur í boði í hádegissamveru

Höfundur: Margét Þóra Þórsdóttir
„Fyrst og fremst erum við að þakka fyrir gengin spor. Við fáum fyrirtæki til að styrkja þetta framtak og það hefur gengið vel, þannig að enginn borgar neitt, bara mætir og hefur gaman. Við lítum svo á að „heldri félagar okkar hafi greitt fyrir sig áður með ómetanlegu framlagi sínu til uppbyggingar félagsins,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hesta­manna­félagsins Léttis. 
 
Félagið hefur þann sið að bjóða eldri félagsmönnum, 65 ára og eldri, þrisvar til fjórum sinnum á ári í gleðskap af einhverju tagi. Nú rétt um daginn var hópnum boðið í Skeifuna, félagsheimili Léttis í Reiðhöllinni, og þar var í boði mjólkurgrautur og slátur eins og hver gat í sig látið.
 
Sýnum þakklæti okkar fyrir unnin verk
 
Sigfús segir að án þessa fólks væri félagið ekki það sem það nú er, „og við viljum sýna þakklæti okkar fyrir unnin verk með þessu, en ekki síður er hugmyndin líka sú að fá þetta góða fólk til að koma í félagsheimili okkar, heyra sögur frá liðinni tíð, búa til sögur úr fortíð sem við sem yngri erum þekkjum ekki,“ segir hann. „Mér finnst stundum að við sem yngri erum gleymum því að félagið okkar var til áður en við gengum í það, Léttir er 90 ára gamalt félag og nauðsynlegt fyrir okkur að vita að það var líf og það er til saga hestamennsku á Akureyri  fyrir reiðhöll, styrki frá bænum og fleira og fleira sem okkur þykir sjálfsagt núna.“ 
 
Frá vinstri eru Margrét Árnadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og  Hólmfríður Hreinsdóttir.
 
Margir leggja félaginu enn lið 
 
Sigfús segir að hestamenn beri virðingu og sé þakklátt eldra „heldra“ fólkinu sínu og það sé því dásamlegt þegar það kemur á viðburði sem efnt er til fyrir það, „og ég veit að þau meta það mikils,“ segir hann. Margir leggja félaginu enn lið, fólk á þessum aldri er margt hvert hætt að vinna en hefur nægan tíma til að stússast í ýmsum sérverkefnum, smíðavinnu, þrifum og tiltekt eða hverju svo sem til fellur í félagsstarfinu. Þannig að vissulega sé líf í hestamennskunni þótt 65 ára aldri sé náð.
 
Að þessu sinni var sem fyrr segir boðið upp á mjólkurgraut og slátur, svona í tilefni af því að sláturtíð hefur staðið yfir síðustu viku. Hafdís Gylfadóttir og Guðlaug Reynisdóttir, báðar silfurmerkishafar Léttismanna, stóðu í ströngu við grautargerðina, eru konurnar á bak við tjöldin. Næst segir Sigfús að til standi að bjóða heldri manna-hópnum upp á kráarkvöld og verður það öðru hvorum megin við áramótin næstu. 

14 myndir:

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...