Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um.
Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um.
Mynd / OIV
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í skýrslu að útlit sé fyrir að árið 2023 hafi vínframleiðsla í heiminum verið sú minnsta í rúm 60 ár.

Fyrir vínræktendur einkenndist árið 2023 af erfiðum áskorunum í formi sögulega lágs framleiðslu magns og hækkandi verðs en árið þótti einkennast af áhrifum alþjóðlegs verðbólguþrýstings. Vínframleiðsla ársins á heimsvísu nam um 237 milljónum hektólítra og er það 10% lækkun frá fyrra ári og minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961, eða í 62 ár.

Yfirborð víngarða heimsins hélt áfram að dragast saman, um 0,5% frá 2022 í 7,2 milljónir hektara í fyrra. Öfgar í veðurfari höfðu margvísleg alvarleg áhrif á víngarða um heim allan, ekki síst í formi sveppasjúkdóma, myglu og þurrka.

Frakkland enn stærsti framleiðandinn

OIV segja uppskeru hafa dregist saman á suðurhveli jarðar og í nokkrum af helstu vínframleiðsluríkjunum vegna erfiðra veðurfarsskilyrða. Safnað er saman upplýsingum um 29 lönd sem standa undir 94% af heimsframleiðslu.

Framleiðslumagn í Evrópusambandinu hafi minnkað og varð t.d. umtalsverður samdráttur á Ítalíu, Spáni og Grikklandi vegna öfga í veðurfari sem leiddu til myglu og þurrka. Frakkland hafi þó verið stærsti vínframleiðandinn í fyrra og magnið aðeins yfir fimm ára meðaltali. Þýskaland, Portúgal og Rúmenía héldu einnig sjó í framleiðslu sinni. Þá séu Bandaríkin yfir meðaltali síðustu ára og hafi heldur bætt við sig í framleiðslu frá fyrra ári.

Mikill samdráttur á suðurhveli

Á suðurhveli gegnir öðru máli þar sem framleiðslumagn víns árið 2023 er áætlað langt undir því sem var 2022. Ástralía, Argentína, Chile, Suður-Afríka og Brasilía urðu öll fyrir miklum áhrifum af erfiðu veðri á vaxtarskeiði vínþrúgna og olli það á bilinu 10–30% samdrætti milli ára. Undantekningin er Nýja-Sjáland sem var fyrir fimm ára meðaltali.

Skylt efni: vínbændur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...