Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um.
Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um.
Mynd / OIV
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í skýrslu að útlit sé fyrir að árið 2023 hafi vínframleiðsla í heiminum verið sú minnsta í rúm 60 ár.

Fyrir vínræktendur einkenndist árið 2023 af erfiðum áskorunum í formi sögulega lágs framleiðslu magns og hækkandi verðs en árið þótti einkennast af áhrifum alþjóðlegs verðbólguþrýstings. Vínframleiðsla ársins á heimsvísu nam um 237 milljónum hektólítra og er það 10% lækkun frá fyrra ári og minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961, eða í 62 ár.

Yfirborð víngarða heimsins hélt áfram að dragast saman, um 0,5% frá 2022 í 7,2 milljónir hektara í fyrra. Öfgar í veðurfari höfðu margvísleg alvarleg áhrif á víngarða um heim allan, ekki síst í formi sveppasjúkdóma, myglu og þurrka.

Frakkland enn stærsti framleiðandinn

OIV segja uppskeru hafa dregist saman á suðurhveli jarðar og í nokkrum af helstu vínframleiðsluríkjunum vegna erfiðra veðurfarsskilyrða. Safnað er saman upplýsingum um 29 lönd sem standa undir 94% af heimsframleiðslu.

Framleiðslumagn í Evrópusambandinu hafi minnkað og varð t.d. umtalsverður samdráttur á Ítalíu, Spáni og Grikklandi vegna öfga í veðurfari sem leiddu til myglu og þurrka. Frakkland hafi þó verið stærsti vínframleiðandinn í fyrra og magnið aðeins yfir fimm ára meðaltali. Þýskaland, Portúgal og Rúmenía héldu einnig sjó í framleiðslu sinni. Þá séu Bandaríkin yfir meðaltali síðustu ára og hafi heldur bætt við sig í framleiðslu frá fyrra ári.

Mikill samdráttur á suðurhveli

Á suðurhveli gegnir öðru máli þar sem framleiðslumagn víns árið 2023 er áætlað langt undir því sem var 2022. Ástralía, Argentína, Chile, Suður-Afríka og Brasilía urðu öll fyrir miklum áhrifum af erfiðu veðri á vaxtarskeiði vínþrúgna og olli það á bilinu 10–30% samdrætti milli ára. Undantekningin er Nýja-Sjáland sem var fyrir fimm ára meðaltali.

Skylt efni: vínbændur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...