Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Mynd / Emerson Vieira
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar er það rúmlega 50 tonnum minna en á sama tíma í fyrra.

Um helmingur kjötsins sem flutt hefur verið inn í ár kemur frá Þýskalandi en auk þess var kjöt flutt inn frá Danmörku, Hollandi, Írlandi, Póllandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan, Belgíu og Finnlandi.

Hagstofan heldur einnig utan um tölur um kjötframleiðslu en samkvæmt þeim var framleitt um 1.640 tonn af nautakjöti á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024. Er það ívið meira en á sama tíma í fyrra þegar um 1.560 tonn af nautakjöti voru framleidd hér á landi.

Innflutningur á nautakjöti jókst um 48% milli áranna 2022 og 2023 skv. frétt Hagstofunnar og hefur aldrei verið meiri á einu ári. Þá voru flutt inn 1.344 tonn í heildina.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f