Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Mynd / Emerson Vieira
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar er það rúmlega 50 tonnum minna en á sama tíma í fyrra.

Um helmingur kjötsins sem flutt hefur verið inn í ár kemur frá Þýskalandi en auk þess var kjöt flutt inn frá Danmörku, Hollandi, Írlandi, Póllandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Japan, Belgíu og Finnlandi.

Hagstofan heldur einnig utan um tölur um kjötframleiðslu en samkvæmt þeim var framleitt um 1.640 tonn af nautakjöti á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024. Er það ívið meira en á sama tíma í fyrra þegar um 1.560 tonn af nautakjöti voru framleidd hér á landi.

Innflutningur á nautakjöti jókst um 48% milli áranna 2022 og 2023 skv. frétt Hagstofunnar og hefur aldrei verið meiri á einu ári. Þá voru flutt inn 1.344 tonn í heildina.

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...