Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að framlög verði aukin til viðhalds á vegakerfinu. Ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að framlög verði aukin til viðhalds á vegakerfinu. Ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. janúar 2020

Mikilvægt að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Tálknafjarðar­hrepps leggur áherslu á mikilvægi þess að auka framlög til viðhalds á vegakerfinu til að mæta brýnni þörf á styrkingum, endurbótum og viðhaldi á bundnu slitlagi á vegum.

Þetta kemur fram í umsögn með tillögu þingsályktunar vegna samgönguáætlunar fyrir næstu fimm ár sem og tillögu til þings­ályktunar um samgönguáætlun sem nær til ársins 2034. Hvað þá lengri varðar telur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mikilvægt að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum með gerð jarðgangna.

Bíldudalsvegur talinn ónýtur

Umsögnin er birt í fundargerð frá síðasta fundi sveitarstjórnar og þar kemur fram að sérstaklega sé brýnt að tryggja viðhaldsfé í vegi á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem úttekt Vegagerðarinnar á klæðningum á Vestfjörðum í júní 2019 sýndi fram á að ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur og þarfnast endurbyggingar og styrkingar.

Einnig tekur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps undir áherslur bæjarstjórnar Vesturbyggðar í bókun þeirra frá því í desember síðastliðum varðandi framkvæmdir á Bíldudalsvegi, að þær verði færðar á 1. tímabil áætlunarinnar og fari fram samhliða framkvæmdum á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.

Vegurinn um Mikladal er úr sér genginn

Jafnframt ítrekar sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ályktun frá 4. haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var á liðnu hausti, en þar var ályktað um mikilvægi þess að gert væri ráð fyrir frekari jarðgangakostum á Vestfjörðum með áherslu á sunnan­verða Vestfirði.

„Vegurinn um Mikladal er löngu orðinn úr sér genginn og mikilvægt að þar verði farið í jarðgangagerð sem fyrst til að tryggja öruggar samgöngur milli samfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum auk jarðganga undir Hálfdán og Kleifa­heiði,“ segir í bókun sveitar­stjórnar Tálknafjarðarhrepps.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ítrekar einnig mikilvægi þess að fjármagn í hafnarbætur verði tryggt og aukið enn frekar frá því sem nú er þar sem ljóst er að hafnaframkvæmdir og endurbætur á höfnum eru víða orðnar mjög aðkallandi og fjárþörf til þeirra orðin mikil.

Skylt efni: Vegamál | Vegagerð | Vestfirðir

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...