Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að framlög verði aukin til viðhalds á vegakerfinu. Ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að framlög verði aukin til viðhalds á vegakerfinu. Ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. janúar 2020

Mikilvægt að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Tálknafjarðar­hrepps leggur áherslu á mikilvægi þess að auka framlög til viðhalds á vegakerfinu til að mæta brýnni þörf á styrkingum, endurbótum og viðhaldi á bundnu slitlagi á vegum.

Þetta kemur fram í umsögn með tillögu þingsályktunar vegna samgönguáætlunar fyrir næstu fimm ár sem og tillögu til þings­ályktunar um samgönguáætlun sem nær til ársins 2034. Hvað þá lengri varðar telur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mikilvægt að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum með gerð jarðgangna.

Bíldudalsvegur talinn ónýtur

Umsögnin er birt í fundargerð frá síðasta fundi sveitarstjórnar og þar kemur fram að sérstaklega sé brýnt að tryggja viðhaldsfé í vegi á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem úttekt Vegagerðarinnar á klæðningum á Vestfjörðum í júní 2019 sýndi fram á að ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur og þarfnast endurbyggingar og styrkingar.

Einnig tekur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps undir áherslur bæjarstjórnar Vesturbyggðar í bókun þeirra frá því í desember síðastliðum varðandi framkvæmdir á Bíldudalsvegi, að þær verði færðar á 1. tímabil áætlunarinnar og fari fram samhliða framkvæmdum á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.

Vegurinn um Mikladal er úr sér genginn

Jafnframt ítrekar sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ályktun frá 4. haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var á liðnu hausti, en þar var ályktað um mikilvægi þess að gert væri ráð fyrir frekari jarðgangakostum á Vestfjörðum með áherslu á sunnan­verða Vestfirði.

„Vegurinn um Mikladal er löngu orðinn úr sér genginn og mikilvægt að þar verði farið í jarðgangagerð sem fyrst til að tryggja öruggar samgöngur milli samfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum auk jarðganga undir Hálfdán og Kleifa­heiði,“ segir í bókun sveitar­stjórnar Tálknafjarðarhrepps.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ítrekar einnig mikilvægi þess að fjármagn í hafnarbætur verði tryggt og aukið enn frekar frá því sem nú er þar sem ljóst er að hafnaframkvæmdir og endurbætur á höfnum eru víða orðnar mjög aðkallandi og fjárþörf til þeirra orðin mikil.

Skylt efni: Vegamál | Vegagerð | Vestfirðir

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...