Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu.
Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu.
Mynd / theenglishvine.co.uk
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu um þessar mundir.

Mikil bjartsýni ríkir meðal vínviðarræktenda og vínframleið­enda á Suður-Englandi og til stendur að auka framleiðsluna á næsta ári með því að planta út yfir milljón vínviðarplöntum.

Ber ræktuð í Suður-Englandi þykja góð til vínframleiðslu og hafa meðal annarra franskir vínframleið­endur hoppað á vagninn og hafið ræktun á vínviði Bretlandsmegin við Ermarsund. Í Frakklandi er útlitið aftur á móti ekki eins gott og uppskera á síðasta ári sú minnsta frá árinu 1957. Á það jafnt við um þrúgur, hvort sem þær eru ræktaðar til framleiðslu á hvít-, rauð- eða freyðivíni.

Hlýnun jarðar

Helsta ástæða þess að hægt er að rækta vínvið með góðum árangri í suðurhéruðum Englands er hlýnun jarðar og hækkandi lofthiti í Kent og Wales.

Aukinn lofthiti hefur leitt til þess að yrki sem áður þrifust vel í Frakklandi gera það ekki lengur og nú er svo komið að yrkin þrífast betur í suðurhéruðum Bretlands og jafnvel á Skáni í Svíþjóð. Vegna þess eru vínviðarbændur í Frakklandi norðanverðu farnir að leita að yrkjum sunnar í Evrópu til ræktunar.
Fylgifiskur aukins hita í Frakk­landi eru óværur eins og skordýr og sveppir sem herja á plönturnar og draga úr uppskeru og gæðum vínanna.

Framræktun vínviðaryrkja og betri tækni til að ákvarða sykurinnihald vínþrúga og hvenær best er að tína þær hefur einnig mikið að segja um aukinn árangur Breta við vínframleiðslu.

Breskt freyðivín á markaði frá 2018

Stærstu vínekrur Bretlandseyja í dag eru rúmir 160 hektarar að stærð og kom fyrsta freyðivínið frá þeirri ræktun á markað 2018. Miklar vonir eru bundnar við freyðivínið og að það verði næsti tískudrykkur á Bretlandseyjum og að útflutningur á öðrum vínum aukist. Vínframleiðsla í Bretlandi jókst úr 1,34 milljón flöskum árið 2009 í 1,56 milljón flöskur árið 2018. Í dag selja breskir vínframleiðendur freyðivín til um 30 landa og er talið að í lok þessa áratugar verði léttvínsframleiðsla, hvítt, rautt og freyðandi, í landinu komin í um 20 milljón flöskur á ári./VH

Skylt efni: Bretland vínviður

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...