Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda brosa þeir breitt alla daga.
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda brosa þeir breitt alla daga.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Fréttir 7. nóvember 2018

Mikið að gera í úrbeiningu fyrir bændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Félagarnir og frændurnir Guð­mar Jón Tómasson og Har­aldur Gunnar Helgason, sem báðir eru undan Eyjafjöllunum, opnuðu í haust kjötvinnslu á Hellu sem heitir „Villt og alið“. Auk þess að vera með verslun og gistingu fyrir ferðamenn í fimm herbergjum á efri hæð hússins. Kjötvinnslan hefur gengið ótrúlega vel. 
 
„Já, það hefur verið allt vitlaust að gera frá því að við opnuðum og móttökurnar  hafa verið æðislegar, við áttum aldrei von á þessu,“ segir Guðmar Jón. Félagarnir bjóða upp á úrbeiningu og pökkun á kjöti af nautgripum, hrossum, lömbum og hreindýrum.
 
Ánægðir viðskiptavinir er besta auglýsingin sem Haraldur Gunnar og Guðmar Jón segjast fá. Hér eru tvær hressar húsmæður sem versla mikið hjá þeim.
 
Auk þess flytja þeir inn gæða krydd frá Þýskalandi, ásamt því að selja svínakjöt frá Korngrísi í Laxárdal í kjötborðinu sínu. „Við  heyrum ekki annað en að fólk sé mjög ánægt með vörurnar okkar í kjötborðinu enda erum við að fá fólk víða að af Suðurlandi til okkar og af höfuðborgarsvæðinu sem er alveg frábært, það spyrst út hvað kjötið okkar er gott, það er besta auglýsingin,“ segir Haraldur Gunnar. Verslunin er opin alla virka  daga frá 10.00 til 18.00 og á laugardögum frá 10.00 til 14.00.
 
Kryddið í versluninni þykir einstak­lega gott og þægilegt í notkun enda eru strákarnir að springa úr monti að hafa það í sölu hjá sér beint frá Þýskalandi.

5 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...