Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda brosa þeir breitt alla daga.
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda brosa þeir breitt alla daga.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Fréttir 7. nóvember 2018

Mikið að gera í úrbeiningu fyrir bændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Félagarnir og frændurnir Guð­mar Jón Tómasson og Har­aldur Gunnar Helgason, sem báðir eru undan Eyjafjöllunum, opnuðu í haust kjötvinnslu á Hellu sem heitir „Villt og alið“. Auk þess að vera með verslun og gistingu fyrir ferðamenn í fimm herbergjum á efri hæð hússins. Kjötvinnslan hefur gengið ótrúlega vel. 
 
„Já, það hefur verið allt vitlaust að gera frá því að við opnuðum og móttökurnar  hafa verið æðislegar, við áttum aldrei von á þessu,“ segir Guðmar Jón. Félagarnir bjóða upp á úrbeiningu og pökkun á kjöti af nautgripum, hrossum, lömbum og hreindýrum.
 
Ánægðir viðskiptavinir er besta auglýsingin sem Haraldur Gunnar og Guðmar Jón segjast fá. Hér eru tvær hressar húsmæður sem versla mikið hjá þeim.
 
Auk þess flytja þeir inn gæða krydd frá Þýskalandi, ásamt því að selja svínakjöt frá Korngrísi í Laxárdal í kjötborðinu sínu. „Við  heyrum ekki annað en að fólk sé mjög ánægt með vörurnar okkar í kjötborðinu enda erum við að fá fólk víða að af Suðurlandi til okkar og af höfuðborgarsvæðinu sem er alveg frábært, það spyrst út hvað kjötið okkar er gott, það er besta auglýsingin,“ segir Haraldur Gunnar. Verslunin er opin alla virka  daga frá 10.00 til 18.00 og á laugardögum frá 10.00 til 14.00.
 
Kryddið í versluninni þykir einstak­lega gott og þægilegt í notkun enda eru strákarnir að springa úr monti að hafa það í sölu hjá sér beint frá Þýskalandi.

5 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...