Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu
Mynd / HKr.
Fréttir 22. september 2021

Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Meirihluti íbúa bæði í Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi er fylgjandi því að hafnar verði formlegar viðræður um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

Íbúafundir voru haldnir í sveitarfélögunum á dögunum þar sem helstu niðurstöður og greiningar ráðgjafa um mögulega sameiningu þeirra voru kynntar. Fundirnir voru haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði og félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Á þeim var kallað eftir sjónarmiðum og ábendingum frá íbúum um hvort hefja ætti formlegar viðræður og var niðurstaðan afgerandi, meirihlutinn vildi fara þá leið. Boltinn er nú hjá sveitarstjórnum sem munu nú taka afstöðu til þess hvort formlegar sameiningarviðræður hefjist og skipa samstarfsnefnd.

83% útgjalda Akrahrepps vegna samstarfsverkefna

Sveitarfélögin tvö eiga í umfangsmiklu samstarfi sín á milli, en Sveitarfélagið Skagafjörður annast fjölmörg verkefni fyrir Akrahreppi, m.a. þegar kemur að skólamálum, þ.e. rekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla, íþróttamiðstöð og önnur íþróttamannvirki í Varmahlíð, barnavernd, málefni fatlaðra, frístunda­starf og dagþjónustu aldraðra. Einnig má nefna Héraðsbóka- og skjalasafn, safnastarfsemi, almannavarnir, brunavarnir og eldvarnareftirlit og ýmislegt fleira.

Akrahreppur greiddi árið 2020 ríflega 162 milljónir króna vegna þjónustu sem Sveitarfélagið Skagafjörður veitir og þátttöku í framkvæmdum samkvæmt samstarfssamningum. Stærsti útgjaldaliðurinn er vegna skólamála, 103 milljónir króna. Greiðslurnar nema um 83% af útgjöldum Akrahrepps.

Rauðlitaða svæðið sýmir sveitarfél­agið Skagafjörð og Akrahrepp.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...