Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu
Mynd / HKr.
Fréttir 22. september 2021

Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Meirihluti íbúa bæði í Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi er fylgjandi því að hafnar verði formlegar viðræður um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

Íbúafundir voru haldnir í sveitarfélögunum á dögunum þar sem helstu niðurstöður og greiningar ráðgjafa um mögulega sameiningu þeirra voru kynntar. Fundirnir voru haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði og félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Á þeim var kallað eftir sjónarmiðum og ábendingum frá íbúum um hvort hefja ætti formlegar viðræður og var niðurstaðan afgerandi, meirihlutinn vildi fara þá leið. Boltinn er nú hjá sveitarstjórnum sem munu nú taka afstöðu til þess hvort formlegar sameiningarviðræður hefjist og skipa samstarfsnefnd.

83% útgjalda Akrahrepps vegna samstarfsverkefna

Sveitarfélögin tvö eiga í umfangsmiklu samstarfi sín á milli, en Sveitarfélagið Skagafjörður annast fjölmörg verkefni fyrir Akrahreppi, m.a. þegar kemur að skólamálum, þ.e. rekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla, íþróttamiðstöð og önnur íþróttamannvirki í Varmahlíð, barnavernd, málefni fatlaðra, frístunda­starf og dagþjónustu aldraðra. Einnig má nefna Héraðsbóka- og skjalasafn, safnastarfsemi, almannavarnir, brunavarnir og eldvarnareftirlit og ýmislegt fleira.

Akrahreppur greiddi árið 2020 ríflega 162 milljónir króna vegna þjónustu sem Sveitarfélagið Skagafjörður veitir og þátttöku í framkvæmdum samkvæmt samstarfssamningum. Stærsti útgjaldaliðurinn er vegna skólamála, 103 milljónir króna. Greiðslurnar nema um 83% af útgjöldum Akrahrepps.

Rauðlitaða svæðið sýmir sveitarfél­agið Skagafjörð og Akrahrepp.

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...