Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu
Mynd / HKr.
Fréttir 22. september 2021

Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Meirihluti íbúa bæði í Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi er fylgjandi því að hafnar verði formlegar viðræður um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

Íbúafundir voru haldnir í sveitarfélögunum á dögunum þar sem helstu niðurstöður og greiningar ráðgjafa um mögulega sameiningu þeirra voru kynntar. Fundirnir voru haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði og félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Á þeim var kallað eftir sjónarmiðum og ábendingum frá íbúum um hvort hefja ætti formlegar viðræður og var niðurstaðan afgerandi, meirihlutinn vildi fara þá leið. Boltinn er nú hjá sveitarstjórnum sem munu nú taka afstöðu til þess hvort formlegar sameiningarviðræður hefjist og skipa samstarfsnefnd.

83% útgjalda Akrahrepps vegna samstarfsverkefna

Sveitarfélögin tvö eiga í umfangsmiklu samstarfi sín á milli, en Sveitarfélagið Skagafjörður annast fjölmörg verkefni fyrir Akrahreppi, m.a. þegar kemur að skólamálum, þ.e. rekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla, íþróttamiðstöð og önnur íþróttamannvirki í Varmahlíð, barnavernd, málefni fatlaðra, frístunda­starf og dagþjónustu aldraðra. Einnig má nefna Héraðsbóka- og skjalasafn, safnastarfsemi, almannavarnir, brunavarnir og eldvarnareftirlit og ýmislegt fleira.

Akrahreppur greiddi árið 2020 ríflega 162 milljónir króna vegna þjónustu sem Sveitarfélagið Skagafjörður veitir og þátttöku í framkvæmdum samkvæmt samstarfssamningum. Stærsti útgjaldaliðurinn er vegna skólamála, 103 milljónir króna. Greiðslurnar nema um 83% af útgjöldum Akrahrepps.

Rauðlitaða svæðið sýmir sveitarfél­agið Skagafjörð og Akrahrepp.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...