Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Meira ræktað af soja en maís
Fréttir 27. apríl 2017

Meira ræktað af soja en maís

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur maís verið sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum. Nýjar tölur benda til að það muni breytast á þessu ári og að soja muni steypa maísnum af þeim stalli.

Samkvæmt frétt á vef bandaríska landbúnaðarráðuneytisins sáðu bandarískur bændur óvenju mikið að soja í ár vegna viðvarandi verðfalls á maís undanfarin ár.

Maís er sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum undanfarna áratugi og verið kallað konungur kornsins. Síðustu þrjú ár hefur verð á maís fallið mikið og margir bændur tapa á ræktuninni og hafa því snúið sér að annars konar ræktun.

Á þessu ári hafa bændur í Bandaríkjunum, sem hætt hafa við maís, snúið sér að ræktun soja í staðinn og í fyrsta sinn í sögunni er búist við að uppskera af soja verði meiri en maís.

Í Bandaríkjunum er maís kallað korn og stærstu kornræktarríkin kölluð kornbeltið. Þetta kann þó að breytast og að áður en mörg ár eru liðin verði farið að tala um sojabeltið.

Ólíkt maís sem er grastegund er soja belgjurt og próteininnihald fræjanna hátt og eftirspurn eftir próteini er mikil í dag.

Skylt efni: maís | soja | Korn | belgjurtir

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...