Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Meira ræktað af soja en maís
Fréttir 27. apríl 2017

Meira ræktað af soja en maís

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur maís verið sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum. Nýjar tölur benda til að það muni breytast á þessu ári og að soja muni steypa maísnum af þeim stalli.

Samkvæmt frétt á vef bandaríska landbúnaðarráðuneytisins sáðu bandarískur bændur óvenju mikið að soja í ár vegna viðvarandi verðfalls á maís undanfarin ár.

Maís er sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum undanfarna áratugi og verið kallað konungur kornsins. Síðustu þrjú ár hefur verð á maís fallið mikið og margir bændur tapa á ræktuninni og hafa því snúið sér að annars konar ræktun.

Á þessu ári hafa bændur í Bandaríkjunum, sem hætt hafa við maís, snúið sér að ræktun soja í staðinn og í fyrsta sinn í sögunni er búist við að uppskera af soja verði meiri en maís.

Í Bandaríkjunum er maís kallað korn og stærstu kornræktarríkin kölluð kornbeltið. Þetta kann þó að breytast og að áður en mörg ár eru liðin verði farið að tala um sojabeltið.

Ólíkt maís sem er grastegund er soja belgjurt og próteininnihald fræjanna hátt og eftirspurn eftir próteini er mikil í dag.

Skylt efni: maís | soja | Korn | belgjurtir

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...