Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Meira ræktað af soja en maís
Fréttir 27. apríl 2017

Meira ræktað af soja en maís

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur maís verið sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum. Nýjar tölur benda til að það muni breytast á þessu ári og að soja muni steypa maísnum af þeim stalli.

Samkvæmt frétt á vef bandaríska landbúnaðarráðuneytisins sáðu bandarískur bændur óvenju mikið að soja í ár vegna viðvarandi verðfalls á maís undanfarin ár.

Maís er sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum undanfarna áratugi og verið kallað konungur kornsins. Síðustu þrjú ár hefur verð á maís fallið mikið og margir bændur tapa á ræktuninni og hafa því snúið sér að annars konar ræktun.

Á þessu ári hafa bændur í Bandaríkjunum, sem hætt hafa við maís, snúið sér að ræktun soja í staðinn og í fyrsta sinn í sögunni er búist við að uppskera af soja verði meiri en maís.

Í Bandaríkjunum er maís kallað korn og stærstu kornræktarríkin kölluð kornbeltið. Þetta kann þó að breytast og að áður en mörg ár eru liðin verði farið að tala um sojabeltið.

Ólíkt maís sem er grastegund er soja belgjurt og próteininnihald fræjanna hátt og eftirspurn eftir próteini er mikil í dag.

Skylt efni: maís | soja | Korn | belgjurtir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...