Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Meira ræktað af soja en maís
Fréttir 27. apríl 2017

Meira ræktað af soja en maís

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur maís verið sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum. Nýjar tölur benda til að það muni breytast á þessu ári og að soja muni steypa maísnum af þeim stalli.

Samkvæmt frétt á vef bandaríska landbúnaðarráðuneytisins sáðu bandarískur bændur óvenju mikið að soja í ár vegna viðvarandi verðfalls á maís undanfarin ár.

Maís er sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum undanfarna áratugi og verið kallað konungur kornsins. Síðustu þrjú ár hefur verð á maís fallið mikið og margir bændur tapa á ræktuninni og hafa því snúið sér að annars konar ræktun.

Á þessu ári hafa bændur í Bandaríkjunum, sem hætt hafa við maís, snúið sér að ræktun soja í staðinn og í fyrsta sinn í sögunni er búist við að uppskera af soja verði meiri en maís.

Í Bandaríkjunum er maís kallað korn og stærstu kornræktarríkin kölluð kornbeltið. Þetta kann þó að breytast og að áður en mörg ár eru liðin verði farið að tala um sojabeltið.

Ólíkt maís sem er grastegund er soja belgjurt og próteininnihald fræjanna hátt og eftirspurn eftir próteini er mikil í dag.

Skylt efni: maís | soja | Korn | belgjurtir

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...