Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælaverðsþróun heima og heiman
Fréttir 13. júlí 2023

Matvælaverðsþróun heima og heiman

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkanir á matvælaverði hafa verið hóflegri hér á landi en í löndum sem við berum okkur oft saman við.

Það er hægt að lesa úr tölum Trading Economics sem vinnur úr upplýsingum frá opinberum hagstofum viðkomandi landa og setur fram með samræmdum hætti.

Meðfylgjandi mynd sýnir þróun matvöruverðs í sex löndum sem Íslendingar þekkja almennt nokkuð til í. Þau eru auk Íslands: Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Þýskaland og Noregur. Skoðað er tímabilið frá í júlí 2022 til maí 2023 og er notast við tölur um tólf mánaða verðbólgu hverju sinni. Á tímabilinu frá júlí til desember árið 2022 voru verðhækkanir á mat í þessum sex löndum minnstar hér á landi. Það er ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem hækkun matvælaverðs í Noregi, miðað við tólf mánaða tímabil, mælist minni en hér á landi en í maí skutust Norðmenn upp fyrir okkur á ný. Verðhækkanir á matvöru í Svíþjóð hafa verið minni en hér á landi síðan í mars á þessu ári. Þá voru verðhækkanir á mat miðað við tólf mánaða tímabil í maí sl. lægri í Danmörku en á Íslandi.

Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands sjást þess nú loks merki að verðbólga sé á niðurleið hér á landi. Í júní hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,6% og verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 2,7%.

Verðbólga er einnig á niðurleið í mörgum nágrannalanda okkar. Þar hafa hækkanir á matvælaverði verið einn helsti valdur verðbólgu og hækkanir á matvöru verið langt umfram almennar verðlagshækkanir. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum á matvörum sl. ár eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

Takist að koma böndum á verðbólgu hér á landi má binda vonir við að draga taki úr hækkunum matvælaverðs á komandi mánuðum.

Skylt efni: Matvælaverð

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...