Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Matvælaverðsþróun heima og heiman
Fréttir 13. júlí 2023

Matvælaverðsþróun heima og heiman

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkanir á matvælaverði hafa verið hóflegri hér á landi en í löndum sem við berum okkur oft saman við.

Það er hægt að lesa úr tölum Trading Economics sem vinnur úr upplýsingum frá opinberum hagstofum viðkomandi landa og setur fram með samræmdum hætti.

Meðfylgjandi mynd sýnir þróun matvöruverðs í sex löndum sem Íslendingar þekkja almennt nokkuð til í. Þau eru auk Íslands: Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Þýskaland og Noregur. Skoðað er tímabilið frá í júlí 2022 til maí 2023 og er notast við tölur um tólf mánaða verðbólgu hverju sinni. Á tímabilinu frá júlí til desember árið 2022 voru verðhækkanir á mat í þessum sex löndum minnstar hér á landi. Það er ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem hækkun matvælaverðs í Noregi, miðað við tólf mánaða tímabil, mælist minni en hér á landi en í maí skutust Norðmenn upp fyrir okkur á ný. Verðhækkanir á matvöru í Svíþjóð hafa verið minni en hér á landi síðan í mars á þessu ári. Þá voru verðhækkanir á mat miðað við tólf mánaða tímabil í maí sl. lægri í Danmörku en á Íslandi.

Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands sjást þess nú loks merki að verðbólga sé á niðurleið hér á landi. Í júní hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,6% og verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 2,7%.

Verðbólga er einnig á niðurleið í mörgum nágrannalanda okkar. Þar hafa hækkanir á matvælaverði verið einn helsti valdur verðbólgu og hækkanir á matvöru verið langt umfram almennar verðlagshækkanir. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum á matvörum sl. ár eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

Takist að koma böndum á verðbólgu hér á landi má binda vonir við að draga taki úr hækkunum matvælaverðs á komandi mánuðum.

Skylt efni: Matvælaverð

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...