Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila
Mynd / HKr.
Fréttir 13. nóvember 2018

Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila

Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á haustskýrslur í Bústofni (www.bustofn.is) og bendir á að nú hafi verið ráðist í umbætur á skráningarferlinu til að auðvelda umráðamönnum hrossa í þéttbýli skráninguna. Undanfarin ár hefur borið á því að slíkar skráningar hafi skort, sem þó er skylt að sinna.  

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að í samræmi við reglur (lög um búfjárhald nr. 38/2013) skulu umráðamenn búfjár skila árlega inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir.

„Undanfarin ár hefur vantað upp á að umráðamenn hrossa í þéttbýli hafi skilað haustskýrslu lögum samkvæmt. Til að auðvelda umráðamönnum/eigendum hrossa í þéttbýli að ganga frá haustskýrslu hefur Matvælastofnun ráðist í umtalsverðar umbætur á skráningarferlinu. Umráðamenn/eigendur hrossa geta í ár sótt upplýsingar úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins (www.worldfengur.com), og byggja upplýsingarnar á fjölda hrossa í umráð viðkomandi.

Jafnframt er vakin athygli á að umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs. Nánari leiðbeiningar um skil á haustskýrslum er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar og í heimarétt WorldFengs.

Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, sem var opnaður í vikunni. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Nánari upplýsingar veitir Matvælastofnun (dýraeftirlitsmenn og búnaðarstofa),“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Skylt efni: haustskýrslur

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...