Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila
Mynd / HKr.
Fréttir 13. nóvember 2018

Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila

Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á haustskýrslur í Bústofni (www.bustofn.is) og bendir á að nú hafi verið ráðist í umbætur á skráningarferlinu til að auðvelda umráðamönnum hrossa í þéttbýli skráninguna. Undanfarin ár hefur borið á því að slíkar skráningar hafi skort, sem þó er skylt að sinna.  

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að í samræmi við reglur (lög um búfjárhald nr. 38/2013) skulu umráðamenn búfjár skila árlega inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir.

„Undanfarin ár hefur vantað upp á að umráðamenn hrossa í þéttbýli hafi skilað haustskýrslu lögum samkvæmt. Til að auðvelda umráðamönnum/eigendum hrossa í þéttbýli að ganga frá haustskýrslu hefur Matvælastofnun ráðist í umtalsverðar umbætur á skráningarferlinu. Umráðamenn/eigendur hrossa geta í ár sótt upplýsingar úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins (www.worldfengur.com), og byggja upplýsingarnar á fjölda hrossa í umráð viðkomandi.

Jafnframt er vakin athygli á að umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs. Nánari leiðbeiningar um skil á haustskýrslum er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar og í heimarétt WorldFengs.

Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, sem var opnaður í vikunni. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Nánari upplýsingar veitir Matvælastofnun (dýraeftirlitsmenn og búnaðarstofa),“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Skylt efni: haustskýrslur

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...