Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Brynja Laxdal er verkefnisstjóri Matarauðs Íslands.
Brynja Laxdal er verkefnisstjóri Matarauðs Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 19. apríl 2017

Matvælalandið Ísland verður Matarauður Íslands

Höfundur: smh

Matarauður Íslands er nýtt heiti á verkefni sem áður hét Matvælalandið Ísland. Það heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og snýst um matvælaframleiðslu, matarmenningu og matarferðaþjónustu á Íslandi.  

Í tilkynningu frá Brynju Laxdal, verkefnisstjóra Matarauðs Íslands, kemur fram að Matvælalandið Ísland reyndist frátekið. „Matarauður Íslands er með tilvísun í matvælaauðlindina og hliðarafurðir hennar og hefur skírskotun í matarmenningu og stolt. Matur er öflugt markaðsafl og mikilvægt að nýta aukinn áhuga á matarferðaþjónustu með því að setja aukinn slagkraft í uppbyggingu og markaðssetningu þeirra matarsérstöðu sem hver landshluti býr yfir. Á þessu ári er gert ráð fyrir að rúmlega tvær milljónir erlendra ferðamanna sæki Ísland heim og ef hver ferðamaður dvelur að meðaltali í 7 daga og borðar tvisvar á dag má reikna með að daglega bætast 77.000 máltíðir við neyslu Íslendinga.“

Að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri

„Tilgangur verkefnisins er að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri í tengslum við matvælaiðnað og matarferðaþjónustu um land allt í sátt við sjálfbæra þróun og vilja heimamanna. Sömuleiðis verður unnið að því að efla jákvæða ímynd og vitund um íslenskar afurðir og staðbundna matarmenningu hér innanlands. 

Samvinna og þekkingaryfirfærsla eru drifkraftar nýsköpunar og framþróunar. Hugsunin hjá stjórnvöldum er því að vinna þvert á greinar tengdum matvælum til að ná fram samlegðaráhrifum. Matvælageirinn tengist til dæmis orku-, umhverfis-, heilbrigðis- og ferðageiranum. Búið er að móta stefnu og er verið að vinna að því að stilla upp byrjunarverkefnum.

Orðræðan um íslensk matvæli þarf að hverfast um stolt og þekkingu enda búa Íslendingar við þau skilyrði að geta framleitt gæðavörur í sátt við sjálfbæra þróun. Við þurfum hins vegar að gæta vel að stöðugleika gæða og bregðast við aukinni gæða- og umhverfisvitund neytenda í matvælum. Aukin krafa er um lífræna ræktun, rekjanleika og upprunavottun og meiri ásókn er í svæðisbundin matvæli sem gefa af sér minna sótspor.

Verkefninu lýkur í desember 2021 og er Brynja Laxdal verkefnastjóri þess. Í verkefnastjórn Matarauðs Íslands sitja Páll Rafnar Þorsteinsson formaður og Baldvin Jónsson fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Hanna Dóra Hólm Másdóttir fyrir innanríkisráðuneytið og Ásborg Ósk Arnþórsdóttir fyrir hönd umhverfis og auðlindaráðuneytisins. Eftir er að skipa einstaklinga í samráðshóp verkefnisins sem ætlað er að vera verkefnastjórn og verkefnastjóra til ráðgjafar,“ segir í tilkynningunni frá Matarauði Íslands.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...