Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Matarhátíð haldin í nóvember
Fréttir 11. október 2021

Matarhátíð haldin í nóvember

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vestlendingar ætla að gera sér nokkra glaða matardaga í nóvember, bjóða fólki að koma, dvelja og njóta veitinga, viðurgjörnings og gleði á Vesturlandi.

Þessi matardagskrá er unnin sem hluti af áhersluverkefninu Matarauður Vesturlands, sem margir aðilar koma að en leitt er af Áfangastaðastofu Vesturlands og unnið með góðum stuðningi frá Sóknaráætlun Vestur­lands.

„Matur skiptir okkur öll miklu máli, jafnvel svo að það er talað um matarást,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Áfangastaðastofa & Markaðsstofa Vesturlands.

„Það er gaman að tala um mat, borða mat, búa til mat, skoða mat, finna lyktina af mat og þegar fólk vill gera sér glaðan dag þá kemur matur upp í hugann. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að góðum og heilnæmum mat, en við erum svo heppin á Íslandi og yfir því gleðj­umst við og erum þakklát.

Matarauður Vesturlands er mikill. Mannauður og náttúran til lands og sjávar gefur okkur tækifæri til að framleiða gæðavörur og veitingar. Það er alltaf að aukast aðgangur að góðum mat úr heimabyggð og jafnframt fjölgar metnaðarfullum veitingaaðilum og fallegum veitingastöðum sem gefur okkur öllum tækifæri til að njóta og gleðjast yfir góðri matarupplifun á Vesturlandi.
Það er því full ástæða til að hampa því sérstaklega sem vel er gert og er í boði að njóta.“

Matarauður Vesturlands

„Vestlendingar leggja mikla áherslu á að efla matarauð Vestur­lands, því matur er ein af auðlindum þessa svæðis og matvinnsla til sjávar og sveita auk ferðaþjónustu eru mikilvægir atvinnuvegir byggðar á Vesturlandi. Því viljum við efla og kynna mat og matarupplifun á Vesturlandi.“

Veisla á Vesturlandi - viðburðadagskrá

Sett verður upp viðburðadagskrá, „Veisla á Vesturlandi“, í nóvember. Þar er kallað eftir samstarfi við matarframleiðendur, veitingaaðila og skemmtilegt fólk sem vill setja upp viðburð með áherslu á matarmenningu og matarupplifun á Vesturlandi. Langar aðstandendur til að sjá fjölbreytta viðburði um allt Vesturland þar sem allir hugsa um mat en geta líka svo margt til gamans gert í leiðinni.“

Matarhátíð á Hvanneyri

„Blásið verður til „Matarhátíðar á Hvanneyri“ 13. nóvember með fjölbreyttri dagskrá. Þar verður t.d. matarmarkaður, smakk og matarupplifun, kynningar og stutt erindi á ýmsu sem viðkemur mat, matvælaframleiðslu og matarmenningu, auk þess sem við ætlum að veita viðurkenninguna ASKURINN 2021. Þessi hátíð er unnin í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Markaðsstofu Vesturlands, ANOK, Landbúnaðarsafnið, Ullarselið, matarframleiðendur og heimafólk o.fl. með stuðningi frá Sóknaráætlun Vesturlands.“

ASKURINN-viðurkenning

„Heimamenn hampa því sem vel er gert og veita fólki viðurkenningu. Kallað er eftir tilnefningum um fólk sem hefur skarað fram úr eða hafa lagt mikið á vogarskálarnar í starfi sínu varðandi matvælaframleiðslu eða matarmenningu á Íslandi til að efla og bæta íslenskan matarauð.

ASKURINN 2021 – er viðurkenning sem veitt verður fyrir vel unnin störf í þágu íslensks matarauðs og óskum við eftir tilnefningum frá matgæðingum um allt land.

Allir geta tekið þátt í að tilnefna til viðurkenninganna sem veitt verða í þremur flokkum: Viðurkenning fyrir nýsköpun, ævistarf og hvatningarviðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu íslensks matarauðs. Hægt er að tilnefna aðila til að mynda fyrir framleiðslu hráefnis, vöruþróun, matvælavinnslu, matarhandverk, markaðssetningu eða fyrir kynningu íslenskrar matvælaframleiðslu. Það má tilnefna oft og jafnvel sama aðila í öllum flokkum ef svo ber undir, en það er ekki fjöldi tilnefninga fyrir hvern aðila sem gildir til verðlauna heldur er það rökstuðningurinn með tilnefningunni og könnun valnefndar sem úthlutar verðlaununum.

Valnefnd fer yfir tilnefningar og birtir lista yfir þá aðila sem verða tilnefndir til viðurkenningarinnar.

Einum aðila úr hverjum flokki verður veitt viðurkenningin Askurinn 2021 á matarhátíðinni á Hvanneyri 13. nóvember. Opið er fyrir tilnefningar frá 10. til og með 30. október 2021.“

Nánari upplýsingar um ASKINN má finna á www.askurinn.is og eins má senda fyrirspurnir á askurinn@askurinn.is.

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...