Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands
Fréttir 8. janúar 2021

Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands

Höfundur: Ingunn Sandra Arnþórsdóttir

Hagagæði er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu og annast úttektir lands. Markmið þátttakenda í verkefninu er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands. Þátttakendur geta verið hrossabændur og aðrir sem halda hross í atvinnuskyni eða til brúkunar í tómstundum.

Landeigendur sem þess óska geta tekið þátt í Hagagæðum en beitarland þeirra þarf að standast úttekt Landgræðslunnar. Úttektir gilda fyrir yfirstandandi ár og fylgir viðurkenning til þátttakenda sem standast úttektina.

Auka ábyrgð og tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands

Tilgangur verkefnisins er að tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og tryggja velferð hrossa. Þátttakendur geta notað sérstakt merki Hagagæða, starfsemi sinni til framdráttar. Á einkennismerkinu er ártal þess árs sem viðurkenningin á við.

Árið 2020 var fjórða starfsár Hagagæða og stóðust 49 hrossabú úttektarkröfur verkefnisins og hlutu þar með viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. 

Ingunn Sandra Arnþórsdóttir,

verkefnastjóri Hagagæða

Skylt efni: Hagagæði | landgræðslan

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...