Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birnir Jón Sigurðsson, Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnar Geir Gústafsson og Halldór Eldjárn en þau mynda sviðslistahópinn CGFC með málverkið af Helgu fyrir framan húsnæði landbúnaðarráðuneytisins við Skúlagötu í Reykjavík.
Birnir Jón Sigurðsson, Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnar Geir Gústafsson og Halldór Eldjárn en þau mynda sviðslistahópinn CGFC með málverkið af Helgu fyrir framan húsnæði landbúnaðarráðuneytisins við Skúlagötu í Reykjavík.
Fréttir 1. nóvember 2019

Málverk af Helgu afhent landbúnaðarráðuneyti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Helga Gísladóttir hefur verið rangnefnd í sögubókum framan af og ekki fengið tilskilda athygli og virðingu fyrir afrek sín. Helga var ræktandi „Helgu“-kartaflnanna sem var þriðja kartöfluyrkið á Íslandi til að komast í úrvalsflokk. 
 
Henni eru gerð þau skil sem þykja við hæfi fyrir ævistarf sitt á olíumálverki sem Hallveig Kristín Eiríksdóttir málaði af henni og nýtti sér ljósmynd af Helgu sem fyrirmynd. Myndin var afhent í landbúnaðarráðuneytinu við hátíðlega athöfn fyrr í vikunni og prýðir hún nú veggi ráðuneytisins. Afkomendur Helgu voru viðstaddir, sem og fulltrúar frá Kartöflusetrinu, fulltrúi  ræktenda, lúðrasveitin „I’ve found a friend“, Halldór Eldjárn og listamennirnir Hallveig Kristín og Arnar Geir og fulltrúar landbúnaðarráðuneytis.
 
Gjörðin er hluti af ferðalagi sviðslistahópsins CGFC sem frumsýnir verkið „Kartöflur“ á nýju sviði á þriðju hæð Borgarleikhússins, smælki, í dag, fimmtudaginn 24. október. Verkið er byggt á rannsóknarferðalagi um kartöflur á Íslandi og fólkið sem varð á vegi hópsins í rannsókninni. 
 
Sýningar verða einnig um helgina, á föstudag og laugardag, en síðan er ætlunin að byrja á ný næsta sumar og fara þá hringferð um landið. 
 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...