Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Birnir Jón Sigurðsson, Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnar Geir Gústafsson og Halldór Eldjárn en þau mynda sviðslistahópinn CGFC með málverkið af Helgu fyrir framan húsnæði landbúnaðarráðuneytisins við Skúlagötu í Reykjavík.
Birnir Jón Sigurðsson, Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnar Geir Gústafsson og Halldór Eldjárn en þau mynda sviðslistahópinn CGFC með málverkið af Helgu fyrir framan húsnæði landbúnaðarráðuneytisins við Skúlagötu í Reykjavík.
Fréttir 1. nóvember 2019

Málverk af Helgu afhent landbúnaðarráðuneyti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Helga Gísladóttir hefur verið rangnefnd í sögubókum framan af og ekki fengið tilskilda athygli og virðingu fyrir afrek sín. Helga var ræktandi „Helgu“-kartaflnanna sem var þriðja kartöfluyrkið á Íslandi til að komast í úrvalsflokk. 
 
Henni eru gerð þau skil sem þykja við hæfi fyrir ævistarf sitt á olíumálverki sem Hallveig Kristín Eiríksdóttir málaði af henni og nýtti sér ljósmynd af Helgu sem fyrirmynd. Myndin var afhent í landbúnaðarráðuneytinu við hátíðlega athöfn fyrr í vikunni og prýðir hún nú veggi ráðuneytisins. Afkomendur Helgu voru viðstaddir, sem og fulltrúar frá Kartöflusetrinu, fulltrúi  ræktenda, lúðrasveitin „I’ve found a friend“, Halldór Eldjárn og listamennirnir Hallveig Kristín og Arnar Geir og fulltrúar landbúnaðarráðuneytis.
 
Gjörðin er hluti af ferðalagi sviðslistahópsins CGFC sem frumsýnir verkið „Kartöflur“ á nýju sviði á þriðju hæð Borgarleikhússins, smælki, í dag, fimmtudaginn 24. október. Verkið er byggt á rannsóknarferðalagi um kartöflur á Íslandi og fólkið sem varð á vegi hópsins í rannsókninni. 
 
Sýningar verða einnig um helgina, á föstudag og laugardag, en síðan er ætlunin að byrja á ný næsta sumar og fara þá hringferð um landið. 
 
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...