Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Málar garðana græna
Fréttir 18. júní 2015

Málar garðana græna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þurrkar í Kaliforníu virðast ekki vera öllum til bölvunar, því sumir sjá í þessu ástandi ný viðskiptatækifæri.

Þar sem fólki hefur verið bannað að vökva grasblettina fyrir framan hús sín datt einum manni í Sacramento í hug snjallræði til að flikka upp á sólþurrkaða og skrælnaða garða. 

Maðurinn, sem heitir Bill Schaffer, stofnaði fyrirtæki sem hann nefndi  „Brown Lawn Green“, sem útleggja mætti: Brúnar garðflatir grænar. Í stað þess að aka á milli garðeigenda og bjóðast til að vökva hjá þeim garðana með vatni, býður Schaffer þeim nú að úða yfir garðana með grænni málningu.

Garðeigandinn Shaun Johns virtist harla ánægður með framtakið í samtali við vefritið NewsFix.

„Þetta er ansi áhrifamikið. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður.“ Sagði hann að þar sem lítið væri um slátt entist málningin nokkuð vel á garðinum. Þannig mætti búast við að málningarúðunin dygði í allt að sex til átta vikur yfir hásumarið.

Sagt er að málningin sem notuð er sé eiturefnalaus. Það ætti því að vera öruggt fyrir dýr og jafnvel börn að leika sér í fagurmáluðum görðunum. Á sama tíma hamast yfirvöld við að telja almenningi trú um að brúnir garðar séu bara alls ekki svo slæmir þegar mikið þarf að leggja á sig til að spara vatn. Hefur því víða verið komið upp skiltum við almenningsgarða þar sem á standa slagorðin, „Brown is the new green,“ eða, hinn nýi græni litur er brúnn.

Skylt efni: Þurrkar | Garðyrkja | Kalifornía

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...