Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Málar garðana græna
Fréttir 18. júní 2015

Málar garðana græna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þurrkar í Kaliforníu virðast ekki vera öllum til bölvunar, því sumir sjá í þessu ástandi ný viðskiptatækifæri.

Þar sem fólki hefur verið bannað að vökva grasblettina fyrir framan hús sín datt einum manni í Sacramento í hug snjallræði til að flikka upp á sólþurrkaða og skrælnaða garða. 

Maðurinn, sem heitir Bill Schaffer, stofnaði fyrirtæki sem hann nefndi  „Brown Lawn Green“, sem útleggja mætti: Brúnar garðflatir grænar. Í stað þess að aka á milli garðeigenda og bjóðast til að vökva hjá þeim garðana með vatni, býður Schaffer þeim nú að úða yfir garðana með grænni málningu.

Garðeigandinn Shaun Johns virtist harla ánægður með framtakið í samtali við vefritið NewsFix.

„Þetta er ansi áhrifamikið. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður.“ Sagði hann að þar sem lítið væri um slátt entist málningin nokkuð vel á garðinum. Þannig mætti búast við að málningarúðunin dygði í allt að sex til átta vikur yfir hásumarið.

Sagt er að málningin sem notuð er sé eiturefnalaus. Það ætti því að vera öruggt fyrir dýr og jafnvel börn að leika sér í fagurmáluðum görðunum. Á sama tíma hamast yfirvöld við að telja almenningi trú um að brúnir garðar séu bara alls ekki svo slæmir þegar mikið þarf að leggja á sig til að spara vatn. Hefur því víða verið komið upp skiltum við almenningsgarða þar sem á standa slagorðin, „Brown is the new green,“ eða, hinn nýi græni litur er brúnn.

Skylt efni: Þurrkar | Garðyrkja | Kalifornía

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...