Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga
Fréttir 6. desember 2019

Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændablaðið sendi Lyfjastofnun fyrirspurn vegna umræðunnar um iðnaðarhamp og leyfi til að rækta hann. Auk þess var spurt hver staða hamps væri í ýmiss konar vörum sem fluttar eru til landsins. Einnig var spurt og hvort skýra þurfi eða breyta lögunum til þess að leyfa ræktunina að mati Lyfjastofnunar.

Í svari Lyfjastofnunar segir að á undangengnu ári hafi stofnuninni borist fjöldinn allur af fyrirspurnum og erindum sem snúa að því hver sé lögformleg staða þeirra vara og plantna. Þessum fyrirspurnum hefur fjölgað verulega á þessu ári í samanburði við árin þar á undan. Staða iðnaðarhamps og CBD var af þessum sökum því nýlega tekin sérstaklega til skoðunar hjá stofnuninni.

Lyfjastofnun telur að ákvæði ávana- og fíknilaga, nr. 65/1974, með síðari breytingum, feli í sér að plöntur og efni af þessum toga falli undir ákvæði 2. gr. og 6. gr. laganna, og sé innflutningur, meðferð og varsla þeirra bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Umrædd löggjöf gerir til að mynda ekki greinarmun á mismunandi afbrigðum kannabisplantna, né því magni af virkum efnum sem mismunandi afbrigði plantnanna framleiða.

Mikilvægt er að leiðrétta þann misskilning sem virðist gæta að Lyfjastofnun hafi veitt leyfi til innflutnings á hamppróteindufti og hampfræjum sem markaðssett eru hér á landi. Um er að ræða vörur sem flokkast sem matvæli og hefur Matvælastofnun þar af leiðandi eftirlit með innflutningi þeirra og markaðssetningu. Hvað varðar aðrar vörur sem innihalda hamp getur Lyfjastofnun ekki tjáð sig um, enda um að ræða vörur sem heyra undir eftirlit ýmissa annarra opinbera stofnana.

Lyfjastofnun hefur ekki mótað sér sérstaka skoðun á því hvort um sé að ræða ósamræmi í lögum eða hvort þurfi að skýra eða breyta lögum á þessu sviði, enda stofnuninni ekki falið slíkt hlutverk lögum samkvæmt. 

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...