Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lóga þarf gripum með verndandi arfgerðir ef riða kemur upp
Mynd / Eyþór
Fréttir 20. október 2022

Lóga þarf gripum með verndandi arfgerðir ef riða kemur upp

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur samþykkt beiðni Matvæla­stofnunar um heimild til að nýta sér undanþágu í lögum um dýrasjúkdóma og gefa út leyfi fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti yfir sauðfjárveikivarnarlínur. Reglum um viðbrögð við riðu hefur hins vegar ekki verið breytt, þannig að ef upp kemur riða í hjörðum þarf að skera alla gripina niður – hvort heldur þeir eru með mögulega verndandi arfgerðir eða ekki.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir var fyrir rúmum tveimur árum fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki, fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, eftir stórtækan niðurskurð í kjölfar nokkurra riðutilfella. Hún skilaði sínum tillögum að nýjum reglum í desember 2021, sem fóru síðan í lokað umsagnarferli. Hjá matvælaráðuneytinu er nú unnið að því að móta nýjar reglur eftir yfirferð á umsögnum.

Umfangsmikil vinna við breytingar á lögum

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um stöðu mála, kemur fram að tillögur yfirdýralæknis hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á því regluverki sem snýr að riðuvörnum. „Við skoðun kom í ljós að þær breytingar taka einnig til ýmissa þátta sem varða skipulag almenns dýraheilbrigðis. Í ljósi þessa hefur sú ákvörðun verið tekin að fara í tímabæra heildarendurskoðun á þeim lagabálkum sem snúa að dýraheilbrigði. Sú vinna er umfangsmikil, og liggur því ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvenær henni lýkur“, segir í svarinu úr ráðuneytinu.

Á meðan unnið er að nýju regluverki í ráðuneytinu dreifast hinir verðmætu gripir með verndandi arfgerðir um landið – einkum þó á þau svæði þar sem mestar líkur eru að upp komi riðusmit. Það eru forgangssvæði, samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar, varðandi kaup á þessum gripum. Vitað er um 128 gripi með annaðhvort ARR- eða T137-arfgerð.

Í öðrum Evrópulöndum er leitast við að vernda gripi með verndandi arfgerðir. Víða hafa gilt þær reglur að þegar upp kemur riða eru arfgerðir gripanna í hjörðinni strax yfirfarnar, til að meta líkur á smiti. Algengt er að kindum með ARR-arfgerð sé hlíft en aðrar aflífaðar.

– Sjá nánar í fréttaskýringu á blaðsíðum 42-43. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f