Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Losa meira af koltvísýringi en Bretlandseyjar
Fréttir 27. október 2015

Losa meira af koltvísýringi en Bretlandseyjar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar benda til að skógareldarnir sem geisað hafa í Indónesíu undanfarnar vikur hafi losað meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en allir íbúar og starfsemi á Bretlandseyjum gera á heilu ári.

Umfang skógareldanna og losun koltvísýrings af þeirra völdum er slíkt að það er sagt munu hafa áhrif til hækkunar lofthita á Jörðinni og valda ótímabærum dauða yfir eitthundrað þúsund manna í Indónesíu og nágrannaríkjunum vegna loftmengunar. Auk þess sem eldarnir hafa nú þegar eyðilagt búsvæði ættbálka innfæddra og fjölda sjaldgæfra dýra í Indónesíu eins og órangúta og hlébarða.

Loftmyndir sýna að eldur hefur brotist út víða í skógum landsins og aðgerðir til að slökkva eldinn hafa haft lítil áhrif á útbreiðslu þeirra.

Sannað er að skógareldarnir voru kveiktir af ásettu ráði í kjölfar mikilla þurrka í landinu til að ryðja land til að rækta pálmaolíu og hraðvaxta plöntur til pappírsgerðar. Indónesía er komið efst á lista yfir lönd þar sem skógareyðing er mest í heiminum.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...