Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Losa meira af koltvísýringi en Bretlandseyjar
Fréttir 27. október 2015

Losa meira af koltvísýringi en Bretlandseyjar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar benda til að skógareldarnir sem geisað hafa í Indónesíu undanfarnar vikur hafi losað meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en allir íbúar og starfsemi á Bretlandseyjum gera á heilu ári.

Umfang skógareldanna og losun koltvísýrings af þeirra völdum er slíkt að það er sagt munu hafa áhrif til hækkunar lofthita á Jörðinni og valda ótímabærum dauða yfir eitthundrað þúsund manna í Indónesíu og nágrannaríkjunum vegna loftmengunar. Auk þess sem eldarnir hafa nú þegar eyðilagt búsvæði ættbálka innfæddra og fjölda sjaldgæfra dýra í Indónesíu eins og órangúta og hlébarða.

Loftmyndir sýna að eldur hefur brotist út víða í skógum landsins og aðgerðir til að slökkva eldinn hafa haft lítil áhrif á útbreiðslu þeirra.

Sannað er að skógareldarnir voru kveiktir af ásettu ráði í kjölfar mikilla þurrka í landinu til að ryðja land til að rækta pálmaolíu og hraðvaxta plöntur til pappírsgerðar. Indónesía er komið efst á lista yfir lönd þar sem skógareyðing er mest í heiminum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...