Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kalt og blautt vor varð til þess að margir kornbændur ákváðu að sá ekki í kornakra sína.
Kalt og blautt vor varð til þess að margir kornbændur ákváðu að sá ekki í kornakra sína.
Mynd / smh
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsvert minni í ár miðað við síðasta haust.

Kornræktendum heldur áfram að fækka og voru 13 færri nú í ár en í fyrra. Að meðaltali var uppskera um 2,2 tonn af þurru korni á hvern hektara.

Að sögn Borgars Páls Bragasonar, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, er samdrátturinn um 3.000 tonn, og þó ekki sé um alveg endanlegar tölur að ræða gefi þær mjög sterkar vísbendingar um niðurstöðurnar. „Það vantar enn tölur inn í þetta sem breytir þó ekki heildarmyndinni,“ segir hann.

Óvenjumikið slegið sem grænfóður

Spurður um ástæður þess að kornræktendum haldi áfram að fækka, í því ljósi að stjórnvöld séu byrjuð á að skapa skilyrði fyrir aukinni kornrækt, segir Borgar að árferðið ráði sennilega mestu um það og um langtímaverkefni sé að ræða.

„Það hefðu trúlega fleiri sáð korni í vor ef það hefði ekki verið svona kalt og blautt, einkum á Suður- og Vesturlandi, og Norðanlands var víða ekki hægt að komast um til að sá korni. Veðurfarslega þá var þetta mjög vont kornræktarár og uppskerutölurnar bera vott um það. Óvenjumargir kornakrar voru til dæmis slegnir sem grænfóður því fyrirséð var að kornið myndi ekki ná þroska.“

Gæðum veðurfarsins misskipt

Í umfjöllun Bændablaðsins í september kom fram að tíðarfar hafi almennt verið mjög óhagstætt á Norðvesturlandi og Vesturlandi. En til dæmis í Eyjafirði og á Suðurlandi hafi sums staðar verið mjög óhagstæð veðurskilyrði en annars staðar á þessum landsvæðum alveg ákjósanleg. /smh

Skylt efni: Korn | kornrækt | kornuppskera

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.