Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kalt og blautt vor varð til þess að margir kornbændur ákváðu að sá ekki í kornakra sína.
Kalt og blautt vor varð til þess að margir kornbændur ákváðu að sá ekki í kornakra sína.
Mynd / smh
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsvert minni í ár miðað við síðasta haust.

Kornræktendum heldur áfram að fækka og voru 13 færri nú í ár en í fyrra. Að meðaltali var uppskera um 2,2 tonn af þurru korni á hvern hektara.

Að sögn Borgars Páls Bragasonar, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, er samdrátturinn um 3.000 tonn, og þó ekki sé um alveg endanlegar tölur að ræða gefi þær mjög sterkar vísbendingar um niðurstöðurnar. „Það vantar enn tölur inn í þetta sem breytir þó ekki heildarmyndinni,“ segir hann.

Óvenjumikið slegið sem grænfóður

Spurður um ástæður þess að kornræktendum haldi áfram að fækka, í því ljósi að stjórnvöld séu byrjuð á að skapa skilyrði fyrir aukinni kornrækt, segir Borgar að árferðið ráði sennilega mestu um það og um langtímaverkefni sé að ræða.

„Það hefðu trúlega fleiri sáð korni í vor ef það hefði ekki verið svona kalt og blautt, einkum á Suður- og Vesturlandi, og Norðanlands var víða ekki hægt að komast um til að sá korni. Veðurfarslega þá var þetta mjög vont kornræktarár og uppskerutölurnar bera vott um það. Óvenjumargir kornakrar voru til dæmis slegnir sem grænfóður því fyrirséð var að kornið myndi ekki ná þroska.“

Gæðum veðurfarsins misskipt

Í umfjöllun Bændablaðsins í september kom fram að tíðarfar hafi almennt verið mjög óhagstætt á Norðvesturlandi og Vesturlandi. En til dæmis í Eyjafirði og á Suðurlandi hafi sums staðar verið mjög óhagstæð veðurskilyrði en annars staðar á þessum landsvæðum alveg ákjósanleg. /smh

Skylt efni: Korn | kornrækt | kornuppskera

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...