Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lífræn ræktun ekki endilega betri
Fréttir 13. janúar 2015

Lífræn ræktun ekki endilega betri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagði í erindi á ráðstefnu um landbúnaðarmál fyrir skömmu að lífræn ræktun þyrfti ekki alltaf að vera betri en ræktun þar sem notaðar væru erfðabreyttar plöntur, illgresis – og skordýraeitur og tilbúinn áburður.

Máli sínu til stuðnings sagði ráðgjafinn, Krebs lávarður, að lífræn ræktun kallaði á meiri landnotkun en tæknivædd þar sem uppstera á hektara væri minni en í lífrænni ræktun. Hann sagði að með auknum mannfjölda þurfi sífellt meira land til ræktunnar og afrakstur ræktunarinnar skipti því miklu máli, sérstaklega á svæðum þar sem ræktunarland er takmarkað. Ráðgjafinn benti á að því minna land sem brotið væri til ræktunnar þinn minna losnaði af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið.

Talið er að um 10% gróðurhúsalofttegunda sem fara út í andrúmsloftið á ári séu vegna landbúnaðar og að það magn aukist í hvert skipti sem nýtt land er brotið undir ræktun.

Krebs sagði einnig að ekkert benti til að lífrænt ræktuð matvæli væru næringarríkari en matur ræktaður með tæknivæddum aðferðum og að þeir sem versluðu lífrænt ræktuð matvæli væru að fá minna fyrir peninginn en þeir sem versluðu marvæli úr tæknivæddri ræktum.
 

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...