Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Lífræn ræktun ekki endilega betri
Fréttir 13. janúar 2015

Lífræn ræktun ekki endilega betri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagði í erindi á ráðstefnu um landbúnaðarmál fyrir skömmu að lífræn ræktun þyrfti ekki alltaf að vera betri en ræktun þar sem notaðar væru erfðabreyttar plöntur, illgresis – og skordýraeitur og tilbúinn áburður.

Máli sínu til stuðnings sagði ráðgjafinn, Krebs lávarður, að lífræn ræktun kallaði á meiri landnotkun en tæknivædd þar sem uppstera á hektara væri minni en í lífrænni ræktun. Hann sagði að með auknum mannfjölda þurfi sífellt meira land til ræktunnar og afrakstur ræktunarinnar skipti því miklu máli, sérstaklega á svæðum þar sem ræktunarland er takmarkað. Ráðgjafinn benti á að því minna land sem brotið væri til ræktunnar þinn minna losnaði af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið.

Talið er að um 10% gróðurhúsalofttegunda sem fara út í andrúmsloftið á ári séu vegna landbúnaðar og að það magn aukist í hvert skipti sem nýtt land er brotið undir ræktun.

Krebs sagði einnig að ekkert benti til að lífrænt ræktuð matvæli væru næringarríkari en matur ræktaður með tæknivæddum aðferðum og að þeir sem versluðu lífrænt ræktuð matvæli væru að fá minna fyrir peninginn en þeir sem versluðu marvæli úr tæknivæddri ræktum.
 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...