Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gunnhildur á Steindyrum, fráfarandi formaður BSE, með bændum á Ósi í Hörgársveit, frá vinstri, Sunna Hrafnsdóttir, Nanna Stefánsdóttir og Andri Sigurjónsson. Nanna og Sunna eru mæðgur og Andri er eiginmaður Sunnu.
Gunnhildur á Steindyrum, fráfarandi formaður BSE, með bændum á Ósi í Hörgársveit, frá vinstri, Sunna Hrafnsdóttir, Nanna Stefánsdóttir og Andri Sigurjónsson. Nanna og Sunna eru mæðgur og Andri er eiginmaður Sunnu.
Fréttir 31. mars 2021

Lífræn grænmetisræktun á Ósi hlaut verðlaunin

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Lindigarðar ehf., Ósi, Hörgársveit, hlaut Hvatningarverðlaun Bún­aðar­sambands Eyjafjarðar en verðlaunin voru veitt á aðalfundi BSE á dögunum. Að Lindi­görðum standa Nanna Stefánsdóttir ásamt dóttur sinni, Sunnu Hrafns­dóttur og tengdasyni, Andra Sigurjóns­syni.

Nanna er skrúðgarðyrkjumeistari frá Garðyrkjuskólanum og hefur starfað við garðyrkju frá árinu 1984. Árið 2007 stofnaði hún fyrirtækið Lindigarða ehf. sem í upphafi sá um lóðaumhirðu og fleiri slík verkefni á Akureyri.

Sunna er með BA-próf í þjóðfélagsfræði og hefur einnig lokið bókhalds- og skrifstofunámi og útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur frá Lbhí af lífrænni braut skólans árið 2018. Hún keypti helminginn í Lindigörðum ehf. árið 2014, ásamt sambýlismanni sínum, Andra Sigurjónssyni, sem er húsasmiður að mennt og vinnur sem verktaki við smíðar. Óhætt er að segja að menntun mæðgnanna í garðyrkju og smiðsins Andra hafi nýst einkar vel við uppbyggingu í búskapnum á Ósi.

Kjöraðstæður til ræktunar

Eftir nokkra leit að hentugri jörð til að stunda lífræna ræktun keyptu þau Ós í Hörgársveit haustið 2016. Á jörðinni hafði ekki verið stundaður búskapur til fjölda ára en tún verið nytjuð. Þar eru kjöraðstæður til ræktunar, jörðin liggur vel við sól. En það var ekki nóg því verkefnin voru mikil og mörg sem þurfti til að byggja upp framleiðsluna og koma í það form sem stefnt var að.

Byrjuðu eigendur strax að undir­búa jörðina og húsakost fyrir lífræna grænmetisrækt. Byrjað var á að vinna upp frjósemi í jarðveginum, einnig var byggt gróðurhús. Stór braggi var fyrir á jörðinni og inni í honum hefur verið byggð upp vinnsla þar sem aðstaða er til þvottar og pökkunar á grænmeti.

Lífrænt best fyrir jörðina og neytendur

Fyrirtækið lauk aðlögun hjá Vottunar­stofunni Túni og fékk vottun í lífrænni framleiðslu árið 2019. Ástæða þess að ábúendur á Ósi völdu lífræna ræktun var sú sannfær­ing að það væri best fyrir bæði jörðina og þá sem neyta vörunnar og því kom aldrei neitt annað til greina að fá lífræna vottun. Gulrætur frá Ósi þykja með eindæmum góðar, ferskar og safaríkar. Fyrir þá áræðni og elju sem eigendur Lindigarða hafa sýnt við að byggja upp ræktunina á Ósi fá þau Hvatningarverðlaun BSE fyrir árið 2020.

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...