Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám
Fréttir 23. júlí 2014

Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikið fjölmenni og gríðargóð stemming var á Hvanneyri á laugardaginn í síðustu viku þegar heimamenn blésu til hátíðar í tilefni þess að 125 ár eru liðin síðan fyrsti nemandinn hóf nám við Bændaskólann.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Enn innritast bændur í skóla á Hvanneyri ásamt öðrum nemendum á önnur skólastig en þar er starfræktur leikskóli og grunnskóli, auk Bændadeildarinnar og háskóladeilda LbhÍ. Þessi langa skólasaga og mikla framboð menntunar er nokkuð sérstakt í ekki stærra þorpi og líklega einsdæmi.
Voru hátíðarhöldin tengd við árlegan safnadag þar sem Landbúnaðarsafnið var með sína dráttarvélasýningu og félagar í Fornbílafélagi Borgarfjarðar mættu með lystikerrur á ýmsum aldri. Í Gamla skóla var myndasýning, markaður var í hátíðartjaldi og hestaferðir og skemmtisvæði fyrir börnin.

Tveir fyrrverandi skólastjórar leiddu fólk um svæðið og í Halldórsfjósi var Kvenfélagið 19. júní með kleinur og nýbakaðar pönnukökur. Fullt var út úr dyrum í kaffihúsinu Skemmunni og hjá Árna í Árdal sem seldi lambamána grillaða á staðnum og gos úr íslenskum jurtum.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...