Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám
Fréttir 23. júlí 2014

Liðin eru 125 ár síðan fyrsti nemandinn hóf þar nám

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikið fjölmenni og gríðargóð stemming var á Hvanneyri á laugardaginn í síðustu viku þegar heimamenn blésu til hátíðar í tilefni þess að 125 ár eru liðin síðan fyrsti nemandinn hóf nám við Bændaskólann.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Enn innritast bændur í skóla á Hvanneyri ásamt öðrum nemendum á önnur skólastig en þar er starfræktur leikskóli og grunnskóli, auk Bændadeildarinnar og háskóladeilda LbhÍ. Þessi langa skólasaga og mikla framboð menntunar er nokkuð sérstakt í ekki stærra þorpi og líklega einsdæmi.
Voru hátíðarhöldin tengd við árlegan safnadag þar sem Landbúnaðarsafnið var með sína dráttarvélasýningu og félagar í Fornbílafélagi Borgarfjarðar mættu með lystikerrur á ýmsum aldri. Í Gamla skóla var myndasýning, markaður var í hátíðartjaldi og hestaferðir og skemmtisvæði fyrir börnin.

Tveir fyrrverandi skólastjórar leiddu fólk um svæðið og í Halldórsfjósi var Kvenfélagið 19. júní með kleinur og nýbakaðar pönnukökur. Fullt var út úr dyrum í kaffihúsinu Skemmunni og hjá Árna í Árdal sem seldi lambamána grillaða á staðnum og gos úr íslenskum jurtum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f