Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýliðunarvísitala rækju, stóri kampa­lampa (Pandalus borealis), er langt undir meðallagi árin 2016 til 2020.
Nýliðunarvísitala rækju, stóri kampa­lampa (Pandalus borealis), er langt undir meðallagi árin 2016 til 2020.
Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Fréttir 28. október 2020

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fór dagana 28. september til 4. október leggur Hafrannsóknastofnun til að leyfðar verði veiðar á 184 tonnum af rækju í Arnarfirði og 586 tonnum í Ísafjarðardjúpi á vertíðinni 2020/2021.

Ástand rækjustofna í Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda og Öxarfirði var ekki kannað. Ráðgjöf stofnunarinnar hefur undanfarin ár verið að ráðleggja að engar veiðar séu stundaðar á þessum svæðum vegna slæms ástands stofnananna.
Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var nálægt sögulegu lágmarki en yfir skilgreindum varúðarmörkum. Rækjan í Arnarfirði var smærri en undanfarin ár. Meira var af þorski og ýsu í Arnarfirði en undanfarin ár.

Stofnvísitala rækju í Ísa­fjarðardjúpi var undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum. Útbreiðsla rækjunnar var að miklu leyti takmörkuð við svæðið innst í Ísafjarðardjúpi. Nýliðunarvísitala rækju var langt undir meðallagi árin 2016 til 2020. Vísitala þorsks hefur farið lækkandi frá árinu 2012. Vísitala ýsu hefur haldist há frá 2004. Mikið var af ýsu eins árs og eldri á svæðinu í október 2020.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...