Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Matvælaráðherra hefur nú leyft hvalveiðar til eins árs og má veiða allt að 128 langreyðar.
Matvælaráðherra hefur nú leyft hvalveiðar til eins árs og má veiða allt að 128 langreyðar.
Mynd / PWF-UK
Fréttir 25. júní 2024

Leyft að veiða allt að 128 langreyðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á hvalveiðar. Veiða má allt að 128 langreyðar. Leyfið gildir til eins árs.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra birti sl. þriðjudag þá ákvörðun sína að gefa út leyfi til hvalveiða.

Hvalveiðileyfið er gefið út til eins árs og má samkvæmt því veiða 128 langreyðar á þeim tíma. Verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar.

Ákvörðun um veiðimagn er innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og „tekur mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins,“ segir á vef Stjórnarráðsins.

Stefnumótun fram haldið

Bjarkey hefur verið átalin fyrir að tefja málið en hafnar að slík hafi verið raunin. „Ég get ekki horfið frá því að fara eftir lögum,“ sagði Bjarkey þegar hún tilkynnti ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar. Stefnumótun um veiðar á hvölum verði haldið áfram. Ákvörðunin nú samræmist þó ekki hennar persónulegu skoðun.

Reglugerð um veiðarnar er óbreytt frá í fyrra eftir að hafa verið þrengd af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur.

Matvælastofnun hefur bent á að þrengja ætti skilyrði vegna hvalveiða enn frekar og mun það vera til skoðunar hjá matvælaráðuneytinu.

NAMMCO má fylgjast með

Svandís leyfði hvalveiðar á ný, undir hertum skilyrðum, í ágúst á síðasta ári eftir að hafa bannað þær í sumarbyrjun til 1. september sama ár. Ákvörðun hennar um tímabundna stöðvun veiðanna byggði m.a. á skýrslu fagráðs um velferð dýra. Að mati ráðsins voru hvalveiðar ekki í samræmi við lög um velferð dýra.

Skv. leyfisbréfi um veiðarnar er nú skilyrt að eftirlitsaðilum á vegum Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins, NAMMCO, verði heimilt að fara í veiðiferðir með hvalbátum Hvals hf. til að fylgjast með veiðum og veiðiaðferðum. Jafnframt skuli hver hvalveiðibátur hafa tilbúna neyðaráætlun um aflífun dýra og áhöfn þekkja hana.

Hörð viðbrögð

Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hefur sagt útséð um að hvalveiðar verði stundaðar í sumar vegna tafa á ákvörðun um veiðileyfi. Hvalur óskaði eftir endurnýjun leyfisins snemma á árinu og að það gilti til nokkurra ára.

Eftir að matvælaráðherra hafði heimilað veiðar sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, einnig óttast að leyfið kæmi of seint og mögulega yrði enginn hvalur veiddur á þessu ári. Hann vonaði að fólk sem hefði beðið átekta væri búið að finna sér eitthvað annað að gera.

Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi er leyfi matvælaráðherra sagt veitt til málamynda og ráðherra sé með ákvörðuninni í reynd með ólögmætum hætti að leggja áframhaldandi stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum.

Stjórn Dýraverndarsambands Íslands harmar í tilkynningu þá ákvörðun matvælaráðherra að leyfa veiðarnar. Ítrekuð sé sú krafa sambandsins að úrelt lög um hvalveiðar verði afnumin eða þeim breytt til nútímahorfs.

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...