Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leyfi til innflutnings matvæla til Kína
Fréttir 3. janúar 2022

Leyfi til innflutnings matvæla til Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kínversk yfirvöld hafa birt lista yfir þá framleiðendur matvæla sem þegar hafa leyfi til innflutnings á nýrri heimasíðu: https://ciferquery.singlewindow.cn/

 

Á vef Matvælastofnunar segir að þetta er liður í nýju utanumhaldi og regluverki um innflutt matvæla og tekur gildi eftir áramót.

Í hlekknum að ofan geta framleiðendur m.a. nálgast upplýsingar um 18 stafa kínverskt skráningarnúmer sem þeim hefur verið úthlutað og nauðsynlegt er að nota við tollafgreiðslu í Kína. Einnig má finna upplýsingar um gildistíma skráningar. Athugið að samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar er þetta ekki númer sem þarf að merkja matvælin með, heldur er það eingöngu notað við tollafgreiðslu.

Allir framleiðendur sem flytja matvæli til Kína þurfa einnig að hafa aðgang að nýju skráningarkerfi:

 https://cifer.singlewindow.cn/

Matvælastofnun hefur útbúið aðgang með lykilorði fyrir þá framleiðendur sem þegar hafa leyfi til innflutnings til Kína. Upplýsingar um aðganginn er að vænta í tölvupósti frá MAST sem sendur verður til fyrirtækjanna. Vinsamlegast hafið samband ef ykkur hefur ekki borist lykilorðið eftir fyrstu viku janúar. Inn á aðgangi sínum þurfa framleiðendur að skrá upplýsingar um fyrirtækið og í framtíðinni munu umsóknir um endurnýjun leyfa og nýjar umsóknir um leyfis til innflutnings fara þar fram.

Nánari upplýsingar um notkun á hinu nýja skráningarkerfi Kínverja má nálgast í meðfylgjandi handbókum, sem þýddar hafa verið á ensku (sjá þýðingu bandarískra yfirvalda hér að neðan). Einnig má nálgast sömu upplýsingar inn á aðganginum, en þá einungis á kínversku þegar þetta er skrifað.

Þeir framleiðendur sem ekki hafa leyfi til innflutnings til Kína sækja um að fá aðgang að kerfinu hjá Matvælastofnun, í gegnum þjónustugátt með umsókn 4.35. Þá fer af stað umsóknarferli þar sem MAST og síðar kínversk yfirvöld leggja mat á umsóknargögn. Í einhverjum tilvikum verður úttektar kínverskra yfirvalda krafist.

Athugið að Matvælastofnun þarf að koma að skráningu framleiðanda af 18 flokkum matvæla. Framleiðendur annarra flokka matvæla hafa sjálfir umsjón með skráningu í gegnum sömu slóð og að ofan.

Matvælastofnun vill enn ítreka mikilvægi þess að fyrirtæki kynni sér reglur og kröfur vel í samráði við sína viðskiptaaðila, til þess að fyrirbyggja vandamál við sölu á afurðum sínum.

 

Handbók framleiðanda að Singlewindow (18 flokkar matvæla, m.a. fisk- og kjötframleiðendur). Þýðing USDA í Bandaríkjunum

Handbók framleiðanda að Singlewindow (önnur matvæli). Þýðing USDA í Bandaríkjunum 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...