Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnarsholt.
Gunnarsholt.
Mynd / Jón Karl
Fréttir 2. maí 2022

Leitað að ljósmyndum úr sögu Gunnarsholts

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, vinnur nú að ritun bókar um sögu Gunnarsholts. Sagan mun beina sjónum lesandans að því hvernig þessi kostajörð við landnám breyttist í sandauðn og því einstæða afreki að breyta þessari gereyddu jörð í land er fóstraði langstærsta bú sem nokkurn tímann hefur verið rekið á Íslandi.

Ætlunin er að segja söguna sem mest með ljósmyndum og nú er leitað til þeirra sem gætu átt myndir. Áherslan er lögð á myndir sem sýna lífið og starfið í Gunnarsholti en ekki er verið að biðja um myndir úr landgræðsluflugi eða landgræðslu í öðrum landshlutum.

Auðvitað væri gott að fá slíkar myndir varðandi landgræðslu til varðveislu en þær færu ekki í bókina sem nú er í undirbúningi.

Þetta gætu verið myndir af fólki við störf í Gunnarsholti eða af vélakosti, sauð- og holdanautum svo dæmi séu tekin. Eitt sinn var stóðhestastöð í Gunnarsholti og má vera að hestamenn hafi tekið myndir af gæðingum í stöðinni.

Þá hlýtur kornræktin í Gunnars- holti að hafa vakið áhuga bænda og áhugafólks um kornrækt – og einhver hefur án efa tekið myndir af korni og repju. Sama gildir um graskögglaverksmiðjuna sem var nýjung á sínum tíma. Þá var rekið vistheimili á Akurhóli í Gunnarsholti og væri ljúft að fá myndir frá þeirri starfsemi og ekki síður þeim listaverkum sem íbúarnir bjuggu til. Skógræktarmenn sem sköpuðu asparskóginn í Gunnarsholti gætu hafa tekið myndir sem og þeir sem hafa lagt leið sína í Gunnlaugsskóg.

Sveinn Runólfsson er með síma 8930830 og netfangið sveinnrun@gmail.com.

Aðstandendur bókar­innar eru tilbúnir til að koma til fólks og sækja myndir og gömul albúm, láta skanna myndir og skila aftur.

Skylt efni: Gunnarsholt

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...