Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun
Fréttir 1. október 2015

Leggja til sameiningu skógræktarstarfs í eina nýja stofnun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um sameiningu skógræktarstarfs ríkisins leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að það verði sameinað í eina nýja stofnun. 

Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum.

Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins segir að Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hafi skipaði starfshópinn í júní síðastliðnum og hafi hann nú skilað greinargerð sinni. Starfshópurinn er sammála um að sameining landshlutaverkefnanna og Skógræktar ríkisins í eina stofnun sé æskileg og skapi tækifæri fyrir framþróun og eflingu skógræktar í landinu. 

Tvær leiðir voru skoðaðar
Í skýrslunni segir meðal annars að starfshópurinn hafi skoðaði tvær mögulegar leiðir eða sviðsmyndir um hvernig æskilegt væri að standa að breytingunum:

1. Skógræktarstarfið yrði sameinað í stofnun sem starfi undir nafni og kennitölu Skógræktar ríkisins. Stjórnir landshlutaverkefnanna og störf framkvæmdastjóra yrðu lögð niður og verkefnin sameinuð Skógrækt ríkisins. Ráðið yrði í starf yfirmanns landshlutaverkefnanna og ný störf sem kæmu í stað starfa framkvæmdastjóra hvers landshlutaverkefnis.

2. Skógræktarstarfið yrði sameinað í nýja stofnun. Öllum núverandi starfsmönnunum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun en störf gætu tekið breytingum.

Að áliti meirihluta starfshópsins er meiri ávinningur í leið tvö þannig að skógræktarstarf á vegum ríkisins verði sameinað í nýrri stofnun og allt starfið verði endurskoðað með virkri þátttöku starfsmanna og helstu hagaðila.

Meðal helstu verkefna stofnunarinnar yrðu skipulag og ráðgjöf við nýræktun skóga, umhirðu og nýtingu, umsjón þjóðskóga eins og Hallormsstaðaskógar og Vaglaskógar, rannsóknir í skógrækt og fræðsla og kynning.
 

Skylt efni: Skógar | Skógrækt | Umhverfismál

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...