Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 18. ágúst 2020

LbhÍ og Fjölbrautaskóli Suðurlands með sameiginlegt garðyrkjunám á framhaldsskólastigi

Höfundur: Ritstjórn

Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa samið um að setja á fót sameiginlegt garðyrkjunám á framhaldsskólastigi. Skrifað var undir samning þess efnis í gær.

Í tilkynningu á Facebook-síðu LbhÍ kemur fram að um sameiginlega náttúrufræðibraut / búfræði/garðyrkjusvið til stúdentsprófs er að ræða. „Nemendur taka fyrstu tvö árin við FSu og geta síðan hafið nám við LbhÍ í búfræði eða á garðyrkjubrautum skólans. Nemendur útskrifast síðan með sameiginlega gráðu sem stúdent og búfræðingur eða garðyrkjufræðingar,“ segir í tilkynningunni.

Að sögn Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur, rektors LbhÍ, geta nemendur sem hefja nám núna við FSu komið  í garðyrkju- eða búfræðinám í LbhÍ að tveimur árum liðnum. „Samsvarandi samningur hefur verið gerður við Menntaskóla Borgarfjarðar og byggir sá samningur á margra ára farsælu samstarfi um búfræðinámið sem var útvíkkað í sumar og tekur nú einnig til garðyrkjunámsins,“ segir hún.

Markmiðið að draga fleira ungt fólk að garðyrkjunni

„Vonir standa til þess að samstarfið muni draga að fleira ungt fólk í garðyrkjugreinarnar þar sem mikil tækifæri eru til sóknar. Allt að fimm nemendur árlega sem innritast á brautina eiga vísa skólavist í búfræði annars vegar og garðyrkju hinsvegar hjá LbhÍ eftir að hafa lokið þeim hluta námsins sem fram fer við FSu,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

„Það er afar ánægjulegt að hefja formlegt samstarf við FSu um sameiginlega braut til stúdentsprófs og búfræðings / garðyrkjufræðings. Tækifæri innan landbúnaðar eru mikil og víða þörf á nýliðun. Það er því einkar gleðilegt að umsóknir í starfsmenntanám skólans hafa aldrei verið fleiri en í ár,“ er haft eftir Ragnheiði I. Þórarinsdóttir rektor LbhÍ við undirskrift samningsins.

„Fjölbrautaskóli Suðurlands er staðsettur í einu stærsta landbúnaðarhéraði landsins og því er þessi samningur og námsfyrirkomulag afar heppilegt fyrir nemendur okkar sem hyggjast starfa við landbúnað, hvort sem um er að ræða búskap eða garðyrkju. Við erum afar ánægð að geta boðið þetta námsúrræði í FSu og hlökkum til að sjá viðbrögð samfélagsins á Suðurlandi við þessum möguleika,“ er haft eftir Olgu Lísu Garðarsdóttir skólameistari FSu.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...