Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Laxeldi á landi
Mynd / innovationnewsnetwork.com
Fréttir 29. september 2022

Laxeldi á landi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar segir að eldi á laxi á heimsvísu hafi aukist mikið á undanförnum áratugum og að laxeldi sé nær eingöngu stundað í sjókvíum en slíkt er víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa.

Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna umhverfisþátta og stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi.

Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu umhverfisvandamálum laxeldis en skoðanir hafa verið skiptar um framtíðarmöguleika þeirrar aðferðar.

Eldi í endurnýtingarkerfum

Í skýrslunni, sem er unnin af Leó Alexander Guðmundssyni, er fjallað um landeldi á laxi sem einkum fer fram í endurnýtingarkerfum. Eiginleikum endurnýtingarkerfa er lýst, auk þess sem saga tveggja frumkvöðlafyrirtækja í landeldi á laxi er rakin. Einnig er fjallað um greiningar á kostnaði við landeldi á laxi með hliðsjón af kostnaði í sjókvíaeldi. Loks er sjónum beint bæði til Íslands og út í heim og m.a. fjallað um áætlanir fyrirtækja í uppbyggingu landeldis á laxi, kolefnisspor og stóraukinn áhuga á landeldi.

Breytt viðhorf

Í umræðum undir lok skýrslunnar segir höfundur meðal annars: „Á tiltölulega fáum árum hefur sýn manna á möguleika laxeldis á landi breyst. Fyrir um 10 árum var algengt viðhorf að um væri að ræða vonlausa iðju ævintýramanna. Með aukinni þekkingu og reynslu, ásamt sögulega háum framleiðslukostnaði í sjókvíaeldi, hefur það viðhorf almennt breyst. [. . .] Nú eru mörg stórfyrirtæki komin inn í greinina ásamt öflugum fjárfestum og víða er til staðar pólitískur og efnahagslegur stuðningur ríkja. [. . .]

Á næstu árum verður áhugavert að fylgjast með þróuninni í greininni, einkum hvernig ganga muni að fjármagna verkefni, manna eldisstöðvar, framleiða á markað og þróa tæknina enn frekar. Til skemmri tíma verður áhugavert að sjá hver þróunin í áætluðu framleiðslumagni úr landeldi verður en tölurnar hafa rokið upp á skömmum tíma. Að sama skapi verður áhugavert að fylgjast með þróun í sjókvíaeldi varðandi umhverfismál, dýravelferð og framleiðslukostnað.

Skylt efni: laxeldi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...