Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Stefnt er að uppbyggingu fiskeldis sem verður með starfsemi á Hauganesi og Árskógssandi. Á myndinni má sjá athafnasvæðið með Hauganes í baksýn.
Stefnt er að uppbyggingu fiskeldis sem verður með starfsemi á Hauganesi og Árskógssandi. Á myndinni má sjá athafnasvæðið með Hauganes í baksýn.
Mynd / TEIKNA - teiknistofa arkitekta
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar sem gert er ráð fyrir stórseiða- og matfiskaeldisstöð með samanlagt um 260.000 rúmmetra eldisrými.

Framleiðslugeta áætlaðrar fiskeldisstöðvar er í kringum 22.000 tonn af slægðum laxi eða urriða á ári. Fyrsti áfangi verkefnisins felst í klakdeild, smáseiðadeild og sjógönguseiðadeild í einni byggingu á athafnasvæði á Árskógssandi. Annar og þriðji áfangi er áætlaður norðan við Hauganes þar sem stendur til að reisa stórseiðaeldisstöð í tólf tönkum með 18.000 samtals rúmmetra eldisrými, og matfiskaeldisstöð með 48 tönkum með samtals 240.000 rúmmetra eldisrými. Til greina kemur að sláturhús verði á svæðinu en það verður ákveðið síðar.

Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir landfyllingu og viðlegumannvirki fyrir allt að 130 löng skip. Þau geta þá dælt lifandi fiski um borð, sótt gáma með afurðum, afhent fóður og landað byggingarefni á byggingatíma. Móta þarf land undir stöðina norðan Hauganess, annars vegar með skeringu inn í landið og hins vegar með landfyllingu og grjótvarnargarði þannig að flatt athafnasvæði verði í um 3 m hæð yfir sjávarmáli. Nú er unnið að jarðvegsrannsóknum sem væntanlega leiða til nánari útfærslu.

Áætlað er að þrjátíu ársverk skapist þegar stöðin verður í fullum rekstri. Þar að auki má gera ráð fyrir þrjátíu til fimmtíu ársverkum við slátrun, pökkun og vinnslu afurðanna. Nánari upplýsingar má sjá á vef Skipulagsstofnunnar þar sem málið er í kynningu og opið er fyrir athugasemdir

Skylt efni: landeldi

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...