Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Forræktaðar plöntur gefa von um betri heim.
Forræktaðar plöntur gefa von um betri heim.
Fréttir 18. ágúst 2021

Landbúnaðurinn griðland í heimsfaraldri

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í kjölfar Covid-19 tók landbúnaðarráðuneyti Palestínumanna þá ákvörðun, fyrir um ári síðan, að standa fyrir herferð í grænmetisræktun. Í samvinnu við nokkur frjáls félagasamtök var 1,2 milljónum forræktaðra matjurtaplantna dreift til íbúa víðs vegar, búsettum bæði í borgum, flóttamannabúðum og á afskekktum svæðum.

Þetta verkefni var sett á fót til að tryggja lágmarks fæðuöryggi heimila og palestínskar fjölskyldur hvattar til að hefja ræktun í raun hvar sem rými byði upp á – en skortur á vatni, sérstaklega á suðurhluta Vesturbakkans, hélt fólki að miklu leyti frá því að reyna gæfu sína í garðyrkjunni. Vegna mikilla átaka og ástands í landinu er lítið um auðlindir eins og land, vatn og orku og landbúnaðarframleiðsla því dregist verulega saman.

Með tilliti til þess ákvað Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Program/WFP) að hefja tilraun með vatnsrækt á svæðinu, í von um að vel tækist til við ræktun og framleiðslu ávaxta og grænmetis.

Áætlað var að verkefnið, undir nafninu H2Grow, myndi gera samfélagið sjálfbærara með útbreiðslu vatnsræktar, en sú aðferð gerir ræktendum kleift að nota 90 prósent minna vatn en ella og er notkun þess því hluti af víðtækari framtíðarsýn þegar kemur að því að efla landbúnað á svæðum líkt og á Vesturbakka Palestínu og Gaza.

Vatnsrækt eða hydroponic ræktun er í raun ræktun án notkunar jarðvegs og einungis er notast við vatn, næringarupplausn og ljós. Ræktun gengur mun hraðar fyrir sig en ella – þegar notast er við vatns-eða úðunarkerfi, en þá er hægt að hafa stjórn á næringarupptöku plantnanna. Í raun er hægt að líkja næringarlausninni við fljótandi jarðveg, auðugum af næringu, steinefnum, snefilefnum og súrefni.

Verkefni H2Grow er, eins og stendur, starfandi í sjö löndum, en hefur þó örlitla sérstöðu í Palestínu. Þar eru í bland við vatnsræktina notuð svokölluð „Wicking Beds“ eða plöntukassar með lágtækni áveitukerfi, sem notar allt að 50 prósent minna vatn en hefðbundin áveita. Rúmlega þrjátíu palestínsk heimili tóku þátt í verkefninu og má segja að útkoman hafi ekki látið standa á sér – en samkvæmt könnun ræktuðu þau að meðaltali 120 kg af grænmeti frá febrúarmánuði til apríl 2020 – þegar Covid-19 tilfellin náðu hámarki í Palestínu – eða yfir 35 til 45 prósent af grænmetisneyslu hvers heimilis.

Rétt er að taka fram að ekki hentar þessi ræktun öllum matjurtum, en helst þeim með tiltölulega stuttar og fínlegar rætur – td. basiliku, spínati, salati, mintu, steinselju, pipar og tómötum svo eitthvað sé nefnt. Má því segja að ferskt grænmeti hafi skotið rótum sínum í Palestínu með von um ábatasama framtíð.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...