Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt fyrir næstkomandi ár. Fjárlög leggja tóninn fyrir rekstur ríkisins á komandi ári en þar má einnig sjá pólitískar áherslur hvers tíma endurspeglaðar í fjárhagslegri forgangsröðun.

Til að mynda koma aukin framlög til heilbrigðisþjónustu og lítils háttar skattalækkun fyrir þau tekjulægstu með hækkun skattleysismarka og persónuafsláttar, enda hefur verið mikið ákall um þess háttar aðgerðir í samfélaginu öllu. Mikið hefur verið rætt og skrifað um ýmsar aðgerðir sem eiga að vega á móti verðbólgunni og auknum álögum á rafmagnsbíla. Minna fer hins vegar fyrir stöðu landbúnaðarmála í hinni almennu umræðu og því brýnt að gera það hér.

Heildarframlag til landbúnaðar árið 2024 verður 22.961,2 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu. Skiptast þau í 21.200 milljónir króna til Stjórnunar landbúnaðarmála, 741 milljónir í Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum og 1.020 milljónir í Stjórnsýslu matvælaráðuneytis. 0,2% lækkun er á fjármagni til landbúnaðarins á föstu verðlagi, nemur það um 47,7 milljónum króna. Helstu breytingar frá fyrri fjárlögum eru 192 milljón króna framlag til eflingar kornræktar og sem fellur undir liðinn Ýmis stuðningur við landbúnað og 100 milljón króna aukning við Greiðslur vegna varna gegn dýrasjúkdómum. Aukning er einnig í framlög til Matvælastofnunar en eru þau eyrnamerkt verkefnum tengd fiskeldi.

Framlag til búvörusamninga lækkar um 343 milljónir og er það í samræmi við fjármagnsliði samninganna.

Í fjárlagafrumvarpinu eru dregin fram þrjú meginmarkmið sem lögð er áhersla á á næsta ári. Eru þau eftirfarandi:

  1. Efla fæðuöryggi og standa vörð um heilbrigði plantna og dýra, velferð dýra og öryggi matvæla.
  2. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar og auka bindingu.
  3. Skapa skilyrði til fjölbreyttari landbúnaðarframleiðslu með sjálfbæra landnýtingu og nýsköpun að leiðarljósi.

Skiptist hvert þessara markmiða í tvö til sex verkefni sem er úthlutað á viðeigandi ábyrgð aðila innan stjórnsýslunnar. Einnig er tekið fram hvort þeim verkefnum sé veitt aukið fjárframlag eða hvort þau skuli fjármögnuð innan rammans. Einu verkefnin sem hlutu aukið fjárframlag að þessu sinni voru áðurnefnd verkefni tengd eflingu kornræktar og dýrasjúkdómum en því verkefni er sérstaklega beint að riðuvörnum.

Skylt efni: fjárlög

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...