Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Mynd / smh
Fréttir 13. september 2019

Lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis

Höfundur: smh

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði í dag tillögum til sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar er meðal annars lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda sem eru í ræktun á Íslandi.

Talið er eðlilegt að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis sem ræktaðar eru hér á landi til manneldis enda sé óeðlilegt að gera greinarmun á því hvaða grænmetistegund á í hlut. Mikil sóknarfæri eru talin felast í aukinni grænmetisframleiðslu á Íslandi og leggur hópurinn til að efla þurfi íslenska grænmetisframleiðslu og segir sterk rök fyrir því, bæði út frá umhverfislegum ávinningi og markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum en ekki síður út frá lýðheilsusjónarmiðum.

„Ef horft er til heildarútgjalda til matvælaframleiðslu er hlutdeild garðyrkjunnar ekki ýkja mikil. Mikilvægi bæði ylræktar og útiræktunar er þó óumdeilt og tryggja þarf að greinin eflist enn frekar. […]

Samráðshópurinn telur nauðsynlegt að ráðast í að efla og styrkja verulega rekstrarumhverfi útiræktaðs grænmetis. Hópurinn leggur til að greiðslur vegna útiræktunar til manneldis verði hækkaðar verulega og að gerð verði gangskör í skráningu og söfnum upplýsinga í sameiginlegan gagnagrunn.,“ segir í skýrslunni.

 

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...