Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Ástæðan er tafir á dreifingum sorpíláta. Samþykkt hefur verið að rukka 75.000 króna gjald á hvert heimili og 35.000 krónur á frístundahús. Íbúðir sveitarfélagsins eru 313 talsins en frístundahúsin um fjörutíu.

„Málið snýst um innleiðingu á nýju kerfi hjá okkur þar sem átti að rukka ákveðið gjald fyrir hvert ílát en það hefur ekki gengið nægilega hratt og talningu og dreifingu á ílátum var ekki lokið fyrr en í þessum mánuði. Því munu heimilin greiða minna heldur en þau hefðu greitt samkvæmt gjaldskrá sem miðaði við gjald per ílát. Samkvæmt þeirri gjaldskrá hefði heimili þurft að greiða 106.000 krónur á ári miðað við að vera með fjórar tunnur. Það þótti því eðlilegt að lækka gjaldið þar sem dreifing íláta tafðist,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.

Skylt efni: Mýrdalshreppur

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...