Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Ástæðan er tafir á dreifingum sorpíláta. Samþykkt hefur verið að rukka 75.000 króna gjald á hvert heimili og 35.000 krónur á frístundahús. Íbúðir sveitarfélagsins eru 313 talsins en frístundahúsin um fjörutíu.

„Málið snýst um innleiðingu á nýju kerfi hjá okkur þar sem átti að rukka ákveðið gjald fyrir hvert ílát en það hefur ekki gengið nægilega hratt og talningu og dreifingu á ílátum var ekki lokið fyrr en í þessum mánuði. Því munu heimilin greiða minna heldur en þau hefðu greitt samkvæmt gjaldskrá sem miðaði við gjald per ílát. Samkvæmt þeirri gjaldskrá hefði heimili þurft að greiða 106.000 krónur á ári miðað við að vera með fjórar tunnur. Það þótti því eðlilegt að lækka gjaldið þar sem dreifing íláta tafðist,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.

Skylt efni: Mýrdalshreppur

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...